Samningar skulu standa - ekki bara stundum

Útrásarauðmaður og gengislánaævintýramaður eiga það sameinginlegt að halda orðheldni sé eitthvað sem eigi við aðra en þá sjálfa. Eitt einkenni samfélaga í okkar heimshluta er að samningar eru gerðir til að þeir haldi og samningsbroti fylgja afleiðingar. Þriðjaheimsþjóðir glíma margar við fátækt vegna skorts á trausti sem er grundvöllur fyrir frjálsri samningsgerð.

Algjör skortur á grundvallarskilningi frjálsra samninga er ástæða þess að sitjandi ríkisstjórn reynir að blekkja fólk til að halda að samninga megi virða að vettugi ef manni sýnist svo.

Samfylkingarsiðferði er íslenska útgáfan af alkunnu þriðjaheimsvandamáli.


mbl.is Lög um ábyrgðarmenn andstæð stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvað um eignarrétt ábyrgðarmannanna? Ábyrgðarskuldbindingar 3. aðila eru siðlaus aðferð banka og annarra okurlánafyrirtækja til að sölsa undir sig eignir með undirmálslánum. Annars staðar þar sem slíkt undirmálslánastarfsemi er stunduð er ekki krafist ábyrgðar 3. aðila. Hæstiréttur er bara að sýna ríkisstjórn og öllum þorra almennings fingurinn með þessum dómum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.11.2010 kl. 19:43

2 identicon

Leikreglum samfélagsins var breytt með neyðarlögum. Slíkt er auðvitað stjórnarskrárbrot líka. Gjaldþrota fyrirtæki fá að starfa áfram, þótt það sé lögbrot.

Þegar einu sinni er búið að breyta leikreglunum, er afar erfitt að rökstyðja að sumir eigi tapa öllu sínu en aðrir að halda öllu sínu.

Það tók mörg hundruð ár að smíða leikreglur samfélagsins. Að ætla sér að setja reglur "as you go along" er vonlaust verk.

Það þyrfti þess vegna að setja ný "þjóðarsáttarlög", sem væru einnig neyðarlög.

Að horfa uppá Hæstarétt dæma einsog enginn forsendubrestur hafi orðið er hræðileg reynsla. Því, ef það var enginn forsendubrestur, hvers vegna þurfti þá neyðarlög?

marat (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 20:04

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvað skyldi nú hugtakið ÁBYRGÐ merkja, Jóhannes Lax. Baldvinsson? Sá sem skrifar undir ábyrgð er að taka á sig ábyrgð. Hafi hugtakið aðra merkingu væri gott að fá upplýsingar um það.

Ragnhildur Kolka, 25.11.2010 kl. 21:03

4 identicon

Getur  verið að það sé  þörf á að  skipa  "nefnd" til að athuga hvort misræmi sé milli  landslaga  og stjórnarskrár okkar?

Eru ekki , annars , öll ráðuneyti og helstu stofnanir ríkissins með hóp lögfræðinga á launum, m.a. til að tryggja að ákvarðanir sem teknar eru séu í samræmi við landslög?

Agla (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 21:47

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Já hvað ætli ábyrgð þýði Ragnhildur. Er það að taka á sig ábyrgð á því að efnahagskerfið hrundi og bankakerfið fór á hausinn. Hæstiréttur er að fara fram á það að lántakar og þeir sem ábyrgðust endurgreiðslu lána taka þann beiska bikar að greiða fyrir þá glæpastarfsemi sem bankafólk stundaði bak við tjöldin. 

Megi þessi sparisjóður hafa skömm fyrir.

Sigurður Sigurðsson, 25.11.2010 kl. 23:02

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það voru allir flokkar sem samþykktu þetta á þingi.  Voru ekki bara allir viðstaddir alþingismenn sem samþykktu?  Svo það þýðir nðú lítið að skamma Sammanna.

Fólk á frekar að ræða málefnalega og td.spurja:  Hvað þýðir þetta varðandi almennar leiðréttingar eða niðurfellingar sem talað hefur verið um mikið?  Á þetta ekki við allar álíka leiðréttingar eða td. niðurfellingar í sambærilegum málum?  Að það stangist á við eignarréttarákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttála -  Nema að bætur komi til og þá ekki öðrum til að dreifa en ríkinu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.11.2010 kl. 02:19

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Finnurðu ekki sjálf Ragnhildur Kolka hve ankannalegur málflutningur þinn er núna eftir hrun? Greinilegt er að þú hefur aldrei lent í að greiða skuldir annarra en það hef ég þurft að gera. Sem betur fer hafa flestir horfið frá því að krefjast ábyrgða 3. aðila, s.s. greiðslukortafyrirtæki og L.Í.N en bankar og sparisjóðir láta sér ekki segjast. Þess vegna þarf að breyta þessum lögum afturvirkt.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.11.2010 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband