Fimmtudagur, 28. október 2010
Aðlögun án umboðs, innlimun án kosninga
Hvorki alþingi og enn síður þjóðin hafa veitt ríkisstjórn Jóhönnu Sig. umboð til aðlögunar Íslands að Evrópusambandinu. Í aðdraganda þess að alþingi samþykkti aðildarumsókn 16. júlí 2009 voru skipulagðar blekkingar hafðar í frammi um að Ísland færi í óskuldbindandi viðræður við Evrópusambandið.
Evrópusambandið býður ekki upp á óskuldbindandi viðræður, aðeins aðlögun sem felur í sér að umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp lög og regluverk sambandsins, samtals 90 þúsund blaðsíður. Í útgáfu Evrópusambandsins segir ótvírætt hvað aðlögun felur í sér.
First, it is important to underline that the term negotiation can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidates adoption, implementation and application of EU rules some 90,000 pages of them. And these rules (also known as acquis, French for that which has been agreed) are not negotiable. (bls. 9, annar dálkur).
Ef ríkisstjórninni helst á því að afsala fullveldi þjóðarinnar til Evrópusambandsins án þess að hafa umboð er komið fordæmi fyrir innlimun Íslands í Evrópusambandið án kosninga.
Krafa um víðtæka aðlögun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Manni finnst óhugnanlegt hvað við erum nálægt því að vera blekktir til innlimunar í ESB. Sjálfstæðisbaráttan verður ekki auðveld héðan í frá. Barátta við milljarðaáróður sambandsins og einbeitta vilja til að innlima okkur, sem erum algjört smælki í mannfjölda með gríðarlegt auðlindasvæði.
Okkur ber skylda til að láta ekki aumingjagang hrunsins verða til þess að við glötum fullveldi og sjálfstæði í einhverri minnimáttarkennd. Það eru engin dæmi í sögunni um að smáþjóðum hafi til lengdar vegnað vel innan stórveldis. Enn síður eru til dæmisögur um "góð" stórveldi.
ESB er ekki kærleiksbandalag hafi einhver haldið það.
Haukur Nikulásson, 28.10.2010 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.