Verðhjöðnun í neyslusamfélaginu? Ólíklegt.

Verðhjöðnun er andhverfa við verðbólgu. Í verðhjöðnun lækkar verð á vöru og þjónustu þar sem framboð er meira en eftirspurn. Í Bandaríkjunum og Evrópu er óttinn við verðhjöðnun meiri en hræðslan við verðbólgu. Skýringin liggur í því að af reynslu þykjast hagfræðingar vita að kreppa vegna verðhjöðnunar er erfiðara að glíma við en verðbólgu.

Verðhjöðnun verður þegar almenningur dregur saman seglin í útgjöldum og væntir stöðugt lægra verðlags. Þroskuð iðnaðarsamfélög eiga verðhjöðnun á hættu við tilteknar kringumstæður. Íslendingar þekkja slík samfélög aðeins af afspurn.

Rangt væri að segja að neyslan sé Íslendingum í blóð borin því við þekktum sult og seyru í þúsund ár áður en utanríkisverslunin komst á það stig að glingur varð almennt á boðstólum. Einmitt vegna þess að það er svo stutt síðan að við urðum neytendur er fjarska lítil hætta á verðhjöðnunarþrýstingi hér á landi.

Frétt RÚV og aðvörunarorð hagfræðings um hættu á verðhjöðnun er fyndin tilgáta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allar verðbólgufréttir í gær voru öfugsnúnar. Verðbólga jókst um 0,74% milli mánaða (mesta aukning á milli mánað í 9 mánuði) en allar fréttir voru um að verðbólga hefði minnkað !

Menn tala um að 12 mánaða verðbólga sé að lækka en mér sýnist sem það sé verðbólgukúfur framundan; orka að hækka, gjaldskrár hjá sveitarfélögum að hækka, kjarasamningar lausir, búið að prenta endalaust af peningum erlendis (sem mun á endan hækka verðlag í þeim löndum sem við munum svo flytja inn o.s.frv.).

Ég tek undir með þér að verðjöðnunarhugmyndin er mjög fjarlægur raunveruleiki, er hitt ekki líklegra að verðbólgan fari aftur á flug ?

Halldór (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 08:45

2 identicon

þér finnst kannski fyndið atvinnuleysið hér verði áfram í rúmum 7%. það er nákvæmlega það sem gerist ef verðhjöðnun verður staðreynd. sem betur fer er lítil hætta á slíku. en ef það gerist eru vandræði okkar nú sem barnagælur í samanburðinum.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband