Miðvikudagur, 27. október 2010
Össur og embættismennirnir
Embættismenn utanríkisráðuneytisins eru tíðir gestir á fundum Samfylkingarinnar, svo eftir hefur verið tekið. Til skamms tíma tíðkaðist hlédrægni hjá embættismönnum þegar um flokkspólitíska fundi var að ræða. Eðli málsins samkvæmt þjónar embættisverkið ólíkum pólitískum herrum eftir því sem þjóðin segir í kosningum.
Össur Skarphéðinsson núverandi utanríkisráherra hefur í gegnum tíðina haft sérstakar umgengnisvenjur við embættismenn. Sem ungur frambjóðandi til borgarstjórnar hótaði Össur að reka embættismenn; í stóli umhverfisráðherra hafði Össur í frammi sambærilegar hótanir við embættismenn sem ekki beygðu sig í duftið.
Ekki hefur frést af beinunum hótunum Össurar í garð embættismanna utanríkisþjónustunnar. Á hinn bóginn gerðir hann stórt númer úr ,,nýuppgötvuðum" skjölum fyrir nokkrum dögum um ótilgreinda embættismenn og hvað þeir og sögðu og gerðu í aðdraganda þess að Ísland blessaði herförina til Íraks.
Össur kann að beita pólitískum terror. Með steindauða umsókn í fanginu er hann vís til að beita menn hörðu til að fá pólitískan stuðning frá ópólitískum embættismönnum.
Athugasemdir
Þú ert nú lítið betri en Össur, Páll. Væri ekki rétt að það væri upplýst hvaða embættismenn það eru sem Össur rekur á fundi í Samfylkingunni og hvaða embættismenn það eru sem ráðlögðu Halldóri og Davíð forðum að Ísland skyldi ekki feta í fótspor Dana, Pólverja, Breta, Spánverja, Ítala og fleiri þjóða heimsins, þegar átökin hófust vegna Írak.
Bæði málatilbúnaður þinn Páll, og Össurar er fyrirlitlegur.
Gústaf Níelsson, 27.10.2010 kl. 22:54
Páll þú ætti hugsanlega að líta þér aðeins nær. Þessi pólitíksa tippakeppni ykkar hörðustu stuðningsmanna allra flokka er alveg óþolandi. Ertu að segja mér að embættismenn hafi ekki sést á pólitískum fundum áður. Voru menn til að mynda öruggir um að rekast ekki á Baldu Guðlaugsson í Valhöll, nú eða Davíð Oddson (seðlabankastjóra? Hafa menn kannski aldrei sé Gísla Tryggvason hjá Framsókn? Þessi upptalning gæti verið mun lengri. Ég tel að flestir sé orðnir dauðþreyttir á þér og þínum líkum sem sjáið heiminn alltaf út frá pólitík og allir skulu dæmdir út frá ykkar rétthugsun.
Hinrik Óðinsson (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 00:07
Ætli það eru ekki meiri líkur en minni að embættismennirnir sem hafa átt að hafa ráðlagt Davíð og Halldóri að taka þátt í sameiginlegri ákvörðun þjóðanna 49, eru einhverjir sem eru aðeins til í hugarfylgsnum fiskeldisfræðingsins sannsögla, sem á sitt pólitíska líf undir að koma þjóðinni í ESB.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 00:16
.... ráðlagt Davíð og Halldóri FRÁ ...... (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.