Vinstri grænir ræða Evrópumál

Vinstri hreyfingin grænt framboð heldur um komandi helgi málefnaþing um ESB og önnur utanríkismál í Hagaskóla í Reykjavík 22. - 23. október. Málþingið er opið félagsmönnum í VG en þátttakendur eru beðnir um skrá komu sína á netfangið vg@vg.is

Í herbúðum Vg er undiralda, svo notað sé diplómatískt orðalag, vegna þess að ríkisstjórnarsamstarf við Samfylkinguna var keypt því verði að umsókn um aðild að ESB skyldi send til Brussel. Stanslaus ófriður er innan veggja Vg vegna málsins enda yfirlýst stefna flokksins að Íslandi sé betur borgið utan ESB en innan.

Á málþinginu munu talsmenn samninganefndar Íslands kynna umsóknarferlið, Ragnar Arnalds fyrrverandi formaður Heimssýnar og Brynja B. Halldórsdóttir formaður Ísafoldar flytja erindi og síðan fer fram hópastarf þar sem hver hópur tekur fyrir eina spurningu.

Meðal þeirra úrlausnarefna sem lögð verða fyrir hópana s.s. hversu vel núverandi ferli samrýmist stefnu VG og hvernig andstæðingar aðildar nái best fram markmiðum sínum. Formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, mun ásamt fleirum sitja fyrir svörum í pallborði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðrembufólk og afturhald.

Fulltrúar sérhagsmuna og stöðnunar eins og Sjálfstæðisflokkurinn.

Skaðlegir vitleysingar.

Karl (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband