Ungt fólk, eyðsluseggir og braskarar

Þeir sem tóku lán og geta ekki borgað af þeim eiga sumir  hverjir réttmæta kröfu á opinberri aðstoð. Ungt fólk sem keypti sína fyrstu íbúð þegar verðið á þeim var hvað hæst og framboðið af lánsfé hvað mest getur í nafni sanngirnissjónarmiða ætlast til leiðréttingar.

Eyðsluseggir sem veðsettu íbúðarhús sín upp í topp til að fjármagna neyslu eiga ekki kröfu á niðurfellingu skulda. Braskarar sem stóðu í sölutilfæringum með íbúðarhúsnæði sitt eiga heldur ekki kröfu um opinbera aðstoð.

Við öll eigum þá kröfu á hendur stjórnvalda að þau taki ekki Árna Pál á umræðuna um niðurfellingu skulda og láti eins og það sé hægt að afskrifa skuldir án þess að nokkur tapi á því.


mbl.is Lífeyrissjóðir hefðu borið 75% kostnaðar við skuldalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er enginn að biðja um aðstoð. Þú misskilur málið. Það átti sér stað þjófnaður með blessun fjármálaeftirlitsins.

Nú stendur baráttan hjá elítunni um að fela hrun lífeyrissjóðanna.

marat (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 14:58

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er ótrúleg heimtufrekja af yngri kynslóðum að ætlast til þess að elli- og örorkulífeyrisþegar lífeyrissjóðanna greiðin niður lánin fyrir sig.  Lántaka er ákveðin áhætta, sem lántakandinn á og verður að bera sjálfur.  Geti hann ekki staðið við skuldbindingar sínar, neyðist hann til að lýsa sig gjaldþrota og byrja svo reynslunni ríkari að tveim árum liðnum, gangi nýja frumvarpið um gjaldþrot í gegnum þingið fyrir þigslit.

Axel Jóhann Axelsson, 20.10.2010 kl. 15:04

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég held að skatturinn haldi nokkuð vel utan um þau lán sem teljast raunveruleg húsnæðislán.

Skattskýrsluformið gerir fólki að skipta lánum sínum í tvo flokka - aðallega vegna hugsanlegs vaxtabótaútreiknings - en upplýsingarnar eiga að liggja fyrir ef á þarf að halda.

En verði sú leið farin að leiðrétta verðbótaþáttinn í stað niðurfærslu, þá hefur alveg jafnt verið "svindlað" á eyðsluseggjum sem öðrum lántakendum. Ég man eftir dómi í umferðarmáli þar sem flutningabílstjóri svínaði gróflega á drukknum ökumanni. Dómarinn kvað að það væri bannað að drepa fólk jafnvel þótt það væri drukkið undir stýri; dæmdi ökumanninum bætur og hann síðan sérstaklega fyrir ölvunaraksturinn.

Kolbrún Hilmars, 20.10.2010 kl. 15:14

4 identicon

Sæll Axel,

þessi skrif þín lýsa óskaplegri frekju af þinni hálfu, það er einmitt þín kynslóð sem frekjast áfram af ruddaskap og óforleitni gagnvart yngri kynslóðinni.

Ég á foreldra sem byggðu sér einbýlishús1969. Þau fengu húsnæðislán sem Þorvaldur Garðar, þáverandi þingmaður Sjálfshælisflokksins reddaði þeim í gegnum klíkuskap sjálfshælisflokksins.

Á þessum árum geisaði óðaverðbólga vegna endalausra gengisfellinga sem LÍÚ heimtaði reglulega og Sjálfshælisflokkunin varð við, og þar af leiðandi óð verðbólgan áfram.

Þar sem þessi hagstæðu flokkslán (sem báru 2-3% vexti) voru óverðtryggð, þá brunnu þau upp og lán foreldra minna, sem eru af þinni kynslóð, kláruðust1975, eða eins og pabbi sagði mér, að þá tók því varla að líta á greiðsluseðilinn svo hlægilega lág var upphæðin.

Svo kemur þú hér, frekur íhalds karl, og heimtar bara að fá að rífa kjaft og hafa það bara gott áfram eins og þín kynslóð hefur haft það og villt bara gefa skít í okkur yngri kynslóðina.

Málið er, að það kemur í okkar hlut, yngri kynslóðarinnar, að borga óráðsíu fyrri ára og að borga verðbólgubrunnin lán ykkar, vegna þess að einhver þar í lokin að borga brúsann.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 15:48

5 identicon

Þú nefnir þarna mikilvægan punkt, Helgi Rúnar, varðandi lán á þessum árum. Það fengu jú sumir lán, en ekki nema sumir og þeir voru örfáir. Meirihlutinn fékk annað tveggja engin lán eða lán, sem voru brot af byggingarkostnaði. Nefni sem dæmi, að á þessum árum, sem þú nefnir, var byggingarkostnaður við 3ja til 4ra herberja íbúð frá 3,5 m.kr. (gamlar krónur) til 4,5 m.kr. Hæsta mögulega lán, sem hægt var að fá var kr. 440.000.- Það var ansi stórt bil, sem þurfti að brúa og þeir voru ansi margir sem fengu ekkert lán, t.d. fólk sem átti ekki innhlaup hjá stórkanónum í pólitíkinni eins og þessum sem þú nefnir.

Sauradraugur (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 15:55

6 identicon

Helgi Rúnar:

Þú talar um óréttlætið og skuldabrunann á 8. áratugnum. Vert er að benda á að mesta óréttlætið við það var einmitt það að eldra fólk (langflest bara venjulegt millistéttarfólk) tapaði mestu af sparnaði sínum því innistæður í bönkum brunnu upp. Þú ert nú að segja að þetta eigi að gerast aftur (þ.e. þá inistæður í lífeyrissjóðum), og að það sé bara réttlátt og allt í lagi.

Helgi Rúnar (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 16:47

7 identicon

Já einmitt. Unga fólkið. Allt því að kenna.

Ég hef annars litlu við það að bæta sem Helgi Rúnar segir hér að ofan.

Frekja og hroki þeirrar kynslóðar sem einmitt fékk allt frítt er svo yfirgengileg að það verður mikill léttir okkar "vonda unga fólksins" þegar ykkar kynslóð fer yfir síðasta söludag.

- grettir (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 16:47

8 identicon

Grettir:

Ætli þú verðir sáttur þegar þriðja ránið fer fram og ellilífeyrir þinn verður skertur þegar þú verður orðinn gamall?

Það verða kanski engar sálarflækjur hjá þér vegna þessa ef þú verður búinn að gleyma æskuárunum, orðinn elliær.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 17:07

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gretti þarf að leiðrétta!  Það hefur engin kynslóð á Íslandi fengið "allt frítt".   Áreiðanlega hafa ákveðnir einstaklingar í áhrifastöðum alltaf notið einhverra fríðinda en það hefur aldrei gilt um heila kynslóð.

Það er slæmt þegar ungu fólki  er hlíft við sannleikanum.

Kolbrún Hilmars, 20.10.2010 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband