Græðgisfólk útrásar gerir atlögu að slitastjórn

Græðgisfólk útrásarinnar er orðið að grátkonum sem þykjast eiga um sárt að binda vegna uppgjörsins við hrunið. Það er beinlínis hlægilegt að hlusta á fyrrum meðhlaupara Jóns Ásgeirs og félaga bera sig illa undan tilraunum slitastjórnar Glitnis að endurheimta illa fengið fé útrásarauðmanna.

Jón Ásgeir hótaði íslenskum yfirvöldum ítrekað þegar hann réð fyrir veldi Baugs. Meðhlauparar hans létu sér vel líka að vera í liði götustráksins. Vælið sem pakkið hefur í frammi í dag sýnir hvaða mann það hefur að geyma.

Græðgisliðið á að þakka fyrir hversu mildum höndum samfélagið fer um það.


mbl.is Vill nýja slitastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála. Það er bara mesta furða að þetta útrásarpakk skuli fá að búa í friði á sínum heimilium. Á flestum stöðum í Evrópu þar sem er til verkalýðsforysta, (ekki til hér) og þar sem fólk kann að mótmæla (ekki til hér) væri einfaldlega búið að bera þetta fólk út. Hér situr það í nafni eiginkvenna eða annarra leppa í sínum húsum og á sínum bílum og þykjast alsaklausir af öllu. Nú er ég ekki að hvetja fólk til að fara og bera það út, heldur að benda á hvernig almenningur erlendis tekur á svona málum. Þessi síðasta athugasemd er gerð til öryggis til að spara einhverjum rannsóknarlögreglumanniað þurfa að hafa samband við mig til að skilja hvað ég á við.

Kveðja, Sigurður.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 10:12

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já pössum okkur á Gestapó!

Sigurður Haraldsson, 16.10.2010 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband