Verkefni en ekki valdataka

Grunnmistök ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. voru að líta á sig sem valdatökustjórn er hefði víðtækt umboð til gerbreytinga á stefnu og stjórnarháttum. Hvorki var að þjóðin veitti slíkt umboð, enda hrunið nýorðið, og eins hitt höfðu hvorugir vinstriflokkanna langtímastefnu. Að því litla marki sem flokkarnir buðu upp á annað en viðbragðsáætlun vísaði framtíðarstefnan í gagnólíkar áttir. Samfylkingin stefndi á Brussel en Vg að fullvalda ríki þar sem forræði helstu mála væri áfram hjá þjóðinni.

Starfsstjórn Jóhönnu Sig. gerði sig mun betur en meirihlutastjórnin sem mynduð var eftir kosningar. Stjórn sem færist of mikið í fang með takmörkuðu umboð hlýtur að rata í vandræði.

Verkefni nýrrar starfsstjórnar er að halda helstu kerfum gangandi, lóðsa fjárlög í gegnum alþingi og grípa til bráðaaðgerða ef þörf krefur. Langtímamál eins og umsóknin um aðild að Evrópusambandinu verða lögð til hliðar.

Kosningar verða dagsettar með tiltölulega löngum fyrirvara, t.d. sex mánuði, þannig að starfandi stjórnmálaflokkum og nýjum framboðum gefist tími að undirbúa málefnaáherslur.

 


mbl.is Ný verkefnisstjórn taki við völdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

mér fynnst betra ef allt þetta hiski sem er á þingi fengi 2ja ára frí og að allir stirkir til þingflokka yrðu afnumdir með öllu

en ég sé engan þarna inni sem ég treisti til að raða í starfsstjórn 

Heiðalegast Íslendingurinn sem ég myndi treista er Vigdís Finnbogadóttir 

Magnús Ágústsson, 9.10.2010 kl. 10:49

2 Smámynd: Elle_

Fyrstu orðin segja mikið um núverandi stjórn, Páll: Grunnmistök ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. voru að líta á sig sem valdatökustjórn er hefði víðtækt umboð til gerbreytinga á stefnu og stjórnarháttum. Hvorki var að þjóðin veitti slíkt umboð,- - -

Elle_, 9.10.2010 kl. 12:10

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ekki er það alveg svo að eingin sé inni í sandkassanum sem væri ekki hæfur til að stjórna en því miður eru það fáir allt of fáir!

Sigurður Haraldsson, 9.10.2010 kl. 13:13

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

             Sigurður,ég held þó nokkrir!

Helga Kristjánsdóttir, 9.10.2010 kl. 13:32

5 identicon

Snilldarpistill.  Segir allt sem segja þarf.

Sigrún G. (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband