Föstudagur, 8. október 2010
Fortíðardraugur ræðir framtíðina
Veröld Þorsteins Pálssonar hólfaskipt. Ungur maður sá Þorsteinn heiminn í svarthvítu ljósi vestræns kapítalisma og austræns kommúnisma. Í dag er Evrópusambandið eða einangrun á alþjóðavísu. Heimsmynd Þorsteins var röng í gamla daga og hún er enn röng þegar hann er að komast á eftirlaunaaldur.
Ísland er þannig í sveit sett að landið hefur alla möguleika að bjóða íbúum sínum góða afkomu í fullvalda ríki sem fer forræði eigin mála. Ekkert nágrannaríkja okkar lætur sér til hugar koma að framselja fullveldi sitt til Brussel í von um efnahagslegan eða pólitískan ábata. Grænland, Færeyjar og Noregur standa utan Evrópusambandsins á grunn sannfæringar sem byggir á sögulegum og landfræðilegum rökum.
Þorsteinn Pálsson fetar sömu slóð og sumir aðrir stjórnmálamenn sem fyrst missa trúna á sjálfan sig og síðan á þjóðinni. Halldór Ásgrímsson fyrrum formaður Framsóknarflokksins klifaði á því að við gætum ekki borið uppi fullvalda ríki og yrðum þess vegna inn í Evrópusambandið.
Menn eins og Þorsteinn og Halldór hafa rétt á sínum skoðunum. Við hin höfum rétt á að fyrirlíta aumingjarökin sem þeir tefla fram.
Ríkisstjórnin ekki líkleg til að finna lausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þann rétt ætla ég að nýta,okkar málstað til framdráttar.
Helga Kristjánsdóttir, 8.10.2010 kl. 17:00
Þorsteinn Pálsson var ekki síður góður smiður að kvótakerfinu, heldur en Halldór Ásgrímsson, árangur þeirra gerði kerfið naglfast í framtíð Íslands, afleiðingarnar eru ónýtt Ísland. Kvótakerfið skal samt blíva áfram fyrir gæðingana sem spila á það. og gjörspillt bankakerfi, skal í engu breyta. Iðnaður er að mestu horfinn af Íslandi, enda kommissjóna aðall á öllum innflutningi, þeir aðilar líta á iðnframleiðslu í landinu sem spón tekinn úr sínum aski. Þetta og margt fleira, gerir áhuga margs fólks á framtíð sína á Íslandi, að engu.
Robert (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 22:01
Ég velti því fyrir mér hvort Þorsteinn Pálsson upplifir sjálfan sig sem leitoga þess tæpa helmings Sjálfstæðisflokksins sem hann kvaddi fyrir margt löngu þegar hann tapaði formannsslagnum fyrir svo óralöngu síðan. Þá hvarf hann svo af vettvangi í vellystingar erlendis.
Nú virðist hann bjóða fram leiðsögn til Evrópusambandsaðildar fyrir alla Íslendinga.
Biðu stuðningsmenn hans öll þessi ár eftir að foringinn snéri til baka úr herleiðingunni í eyðimörkinni?
Halldór Jónsson, 9.10.2010 kl. 01:13
Flottur Páll.
Aðalsteinn Agnarsson, 10.10.2010 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.