Vigdís og hrokafuglarnir

Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins greinir stöðu ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. hárrétt þegar hún líkir þríeykinu Steingrími J., Jóhönnu og Össur við vankaða fugla sem reyna að stíga í vænginn við Framsóknarflokkinn. Hrokafuglarnir í ríkisstjórninni verða ekki fleygir á ný þótt Framsókn sjái aumur á þeim.

Framsóknarflokkurinn er verulega endurnýjaður frá útrásartímum og glímir ekki við sama vanda og Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sem eru með mörg lík í lestinni. Á hinn bóginn gæti það orðið Framsókn skeinuhætt að ganga inn í ríkisstjórn si svona og fá fangið fullt af óleysanlegum vanda.

Framsóknarflokkurinn ætti að gera þríeykinu tilboð. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. fari frá og núverandi ríkisstjórnarflokkar veiti minnihlutastjórn Framsóknarflokksins stuðning til að glíma við bráðavanda. Kosningar verði í febrúar í vetur. Framsóknarflokkurinn á þetta inni hjá vinstriflokkunum. Í starfsstjórn Framsóknarflokksins yrði Vigdís Hauksdóttir utanríkisráðherra.


mbl.is Þingmaður líkir ráðherrum við dauða fugla í grilli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það má margt gagnrýna af því, sem stjórnvöld boða í dag. Hins vegar er það svo að það að fara af þeirri leið, sem stjórnvöld eru að fara núna og fara í staðinn þá leið, sem Framsóknarflokkurinn boðar er að fara úr öskunni í eldinn. Nei takk. Ég vil ekki íslensku þjóðinni svo illt.

Sigurður M Grétarsson, 8.10.2010 kl. 13:17

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Í valdapólitík á enginn neitt inni hjá neinum (nema þegar sendiherrar eru skipaðir). Það er enginn hætta á að þessi tillaga þín verði að veruleika. En Framsókn og Hreyfingin væri þó betri kostur.

Sigurður I B Guðmundsson, 8.10.2010 kl. 14:11

3 identicon

Ef framsókn lætur stjórnarruslið plata sig aftur, þá er víst að það verður það síðasta sem spyrst til flokksins.  Pólitískt hópsjálfsmorð.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 14:22

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það yrði enn verra pólitískt hópsjálfsmorð Framsóknarflokksins ef þeir virkilega kæmust til valda og í þá aðstöðu að geta framvæmt kosningaloforð sín. Þá yrðu þeir annað hvort að viðurkenna að það, sem þeir hafa verið að bera á borð sé bull, sem aldrei gengur upp eða framkvæma það og leggja allt hér í rúst.

Sigurður M Grétarsson, 9.10.2010 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband