Miðvikudagur, 6. október 2010
Ekkert Icesave-samkomulag án nýrrar ríkisstjórnar
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. bar ábyrgð á Icesave-samkomulaginu sem þjóðin felldi í almennri atkvæðagreiðslu þar sem ráðherrar sátu heima. Ríkisstjórnin sem gerði samninginn er þjóðin felldi fær ekki áheyrn hjá Bretum og Hollendingum, enda öllum ljóst að hún er rúin trausti heima og heiman.
Nýtt Icesave-samkomulag bíður nýrrar ríkisstjórnar.
Icesave ekki vísað til EFTA-dómstólsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er mergurinn málsins og þessu hljóta m.a.s. stuðningsmenn þessarar ríkisstjórnar að vera sammála.
Skúli Víkingsson, 6.10.2010 kl. 17:53
Hverjir eru stuðningsmenn þessarar ríkisstjórnar? Þegar einu sinni karlarnir sem eru giftir þessum valkyrjum, (I.S.G.) segja sig úr flokknum og afkomendur líka. Þá verður ekki mikið eftir nema beinagrindin af þessari ríkisstjórn.Það þarf ekki að ræða um V.G. Það er að bera í bakkafullan lækinn.
J.þ.A. (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 19:42
Þetta er bara mjög, mjög, mjög mikilvægt! :)
jonasgeir (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 21:16
Mér finnst það bara eðlilegt að það þurfi 2/3 þingmanna eða kjósenda svo að stór mál séu samþykkt. T.d. IceSave eða innganga í ESB.
Það eru til mörg dæmi um svona fyrirkomulag erlendis.
Hallgeir Jónsson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 05:58
Ólögvarið Icesave borgum við ekki þó 99% alþingis vilji það. Umsókn í annað stórveldi og undir lög þess átti aldrei að vera bara undir alþingi komin og þarf mikinn stærri hluta þjóðarinnar í slíkt fullveldisafsal, ekki 51%.
Elle_, 8.10.2010 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.