Fimmtudagur, 30. september 2010
Alþingi sýknaði Samfylkinguna
Samfylkingin bar ásamt Sjálfstæðisflokki ábyrgð á ríkisstjórnarvaldinu hálft annað ár fyrir hrunið í október 2008. Ákærur Atlanefndar á hendur fjórum ráðherrum hrunstjórnarinnar voru um vanrækslubrot, oddvitar ríkisstjórnarflokkana fagráðherrar fjármála og viðskipta.
Ákærur þingnefndarinnar voru ákærur á hendur þeirri stjórnmálamenningu sem ríkti hér fyrir hrun.
Ef allt hefði verið með felldu á alþingi hefði annað tveggja gerst við atkvæðagreiðsluna um ákærurnar; að allar ákærurnar hefðu verið samþykktar eða öllum hafnað.
Alþingi ákvað að sýkna Samfylkinguna en það er einmitt sá stjórnmálaflokkur sem hvað mesta ábyrgð ber á hrunkúltúrnum. Stjórnmálaflokkurinn sem var á margföldum kennitöluspena Baugs; jafnaðarmannaflokkurinn sem gerði sig að verkfæri auðmanna.
Alþingi sýknaði Samfylkinguna og það segir okkur að ónýta stjórnmálamenningin tröllríður enn húsum tveim árum eftir hrun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.