Miðvikudagur, 29. september 2010
Atkvæðahönnun Samfylkingar
Þingflokkur Samfylkingar bjó til siðlausa fléttu þar sem sök ráðherra flokksins úr hrunstjórninni var komið á Geir H. Haarde. Hugleysi og fláttskapur þingflokks Samfylkingar við hönnun atkvæðagreiðslunnar er einsdæmi í seinni tíma stjórnmálasögu landsins.
Forysta Samfylkingar lærði ekkert af hruninu og hyggst ekkert læra. Margboðuð endurreisn landsins átti ekki síst að fela í sér hreinskilið uppgjör við fortíðina og breytt vinnubrögð. Með frammistöðu sinni í gær leiðir Samfylkingin siðlaus subbustjórnmál til vegs og áhrifa.
Svarti septemberdagur þingflokks Samfylkingar gleymist ekki í bráð.
Samfylking réð úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Atkvæðagreiðslan leiddi í ljós hverjir telja sig innmúraða og innvinklaða í valdakjarna Samfylkingarinnar og hverjir vilja komast í þann klíkuhóp nú þegar Samfylkingin stendur frammi fyrir því að velja sér nýja forystu á næsta landsfundi. Allt ferlið frá því Atlanefndin skilaði af sér, afhjúpar svo þá siðferðislegu gjá sem er á milli almennings og meirihluta alþingismanna
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.9.2010 kl. 07:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.