Alþjóðlegt gengisstríð

Stóru hagkerfi heimsins, Bandaríkin og Evrópa, hafa undanfarið prentað peninga til að hamla gegn lánsfjárþurrð í kjölfar undirmálskrísunnar. Hluti af peningaprentuninni er að halda vöxtum nálægt núlli. Peningarnir úr ríku hagkerfunum leita í auknum mæli til nýmarkaðslanda eins og Brasilíu þar sem hægt er að fá allt að 11 prósent vexti.

Peningaflæði til landa eins og Brasilíu veldur styrkingu gjaldmiðilsins, realsins. Sterkari gjaldmiðill leiðir til verri samkeppnisstöðu útflutningsgreina. Stór nýmarkaðslönd eins og Kína hafa leikið þann leik að halda genginu veiku til að útflutningurinn geti haldið uppi atvinnustiginu. Þegar umframpeningarnir frá Bandaríkjunum og Evrópu leita sér bithaga í nýmarkaðslöndum verður gengisstríð sem mun skapa ófyrirséðan óróa í heimshagkerfinu. 

Í Telegraph er spáð gjaldeyrishöftum á alþjóðavísu og varanlegum vandræðagangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ágæt grein en þetta stríð sem þeir eru að tala um hófst árið 2008 og það  sem meira er, BNA eru að heita má búnn að vinna það , Bretinn er bar ekki bú að fatta það enn.

Það sem er að gerast núna era að stóru hagkerfin eru farin sjá að Bandaríkin léku illa á þau árið 2008,  að bregðast við því 2010 er tveimur árum of seint. 

Guðmundur Jónsson, 29.9.2010 kl. 09:25

2 Smámynd: Andrés Magnússon

Þetta er góð grein, en benda má á að Örn Arnarson hafði vikið að þessu sama í forsíðupistli í Viðskiptakálfi Morgunblaðsins sl. fimmtudag og nefnt mögulegar — á maður að segja óhjákvæmilegar — afleiðingar fyrir Ísland.

Andrés Magnússon, 29.9.2010 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband