Össur veldur skelfingu í Íran

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra komst í heimsfréttirnar í vikunni þegar ljósmynd birtist af honum sofandi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þegar Össur komst í vökuheima á ný tók hann til óspilltra málanna og sagði Ísraelum til syndanna að vestfirskum hætti, lét það ekki nægja heldur tók slag við Íran

Ahmadinejav var ekki í salnum þegar ég skoraði á hann fyrir Íslands hönd að koma í veg fyrir að Ashtiani verði grýtt til dauða. En það varð nokkuð uppnám hjá þeim fáu Írönum sem voru í salnum og ég sá þá heldur flaumósa með útprent af ræðunni og farsímann á fullu, líklega að tilkynna heim um þessi afskipti mín

er haft eftir Össuri.

Á eftir svefni kemur spuni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Sáuð þið hvernig ég tók þá?"

Þakka ber forsjóninni fyrir hverja þá mínútu sem hann sefur erlendis.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 12:40

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Það er gaman að þessu, bíð spenntur eftir meira frá Össuri.

Aðalsteinn Agnarsson, 25.9.2010 kl. 13:06

3 identicon

Býst fastlega við að þú hafir aldrei upplifað flugþreytu og afleiðingar þess að vera á stöðugu hoppi milli fjölda tímabelta. Það að þetta fólk dotti undir löngum misáhugaverðum ræðum þarf ekki að þýða neina vanvirðingu. En þér finnst gott að hneykslast.

Páll (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 13:13

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Afhverju takið þið ekki undir áskorun Össurar um grið handa konunni? Það er mannslíf í húfi sem er mikilvægara en pólitískt karp.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.9.2010 kl. 14:06

5 identicon

Sennilega verður Össur ekki minnst fyrir mikið stærri afrek í starfi af öðrum en að vera sofandi þegar hann á að vera vakandi, og öfugt eins og við bloggskriftir á brókinni um miðja nóttu þegar hann hefði betur átt að sofa.  En gott að hann getur sagt sögur af einhverju öðru í ellinni, þegar Írakar fóru á límingunum vegna orða hans og gott ef ekki hafi jaðrað við stríðsástandi á milli þjóðanna.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 14:27

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Óttalegur Aula-Bárðsháttur er á ferðinni hérna og bullan lekandi! Ætli þetta sé vegna minnimáttarkenndar og smásálarháttar?!

Magnús Geir Guðmundsson, 25.9.2010 kl. 23:51

7 Smámynd: Elle_

Mér finnst hann Sigurður vera að skoða þetta í eðlilegu ljósi.  Og skítt með það þó Össur verji okkur ekki.  Hann ver líka Palestínumenn: Bíða við Grátmúrinn

Elle_, 26.9.2010 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband