Vg og stjórnmálastéttin

Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin eru hrunflokkarnir og meirihluti stjórnmálastéttarinnar tilheyrir þessum flokkum, bæði þeir sem sitja á þingi og bitlingastóðið þar í kring. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur ekki verið hluti af þeirri menningu stjórnmálastéttarinnar að ábyrgð skuli vera í öfugu hlutfalli við völd. Því meiri sem völdin eru skal ábyrgðin vera minni.

Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingar gekk fram fyrir skjöldu í gær og kvað upp úr með það að landsdómur verður ekki kallaður saman og enginn ráðherra hrunflokkanna skuli sæta ábyrgð. 

Við myndun ríkisstjórnar Jóhönnu sýndi Vg slíkan samningsvilja að líkja mátti við að flokkurinn hefði beygt sig í duftið, til dæmis hvað Evrópumál varðar. Vg getur ekki slegið meira af stjórnmálahugsun sinni án þess að bíða varanlegt tjón. Hver vegna ættu kjósendur að styðja til áhrifa meðhlaupara hrunflokkana?

Hér verður Vg að hrökkva eða stökkva. Láti Vg Jóhönnu og Samfylkinguna ráða ferðinni í uppgjöri við ráðherraábyrgð á hruninu er Vinstrihreyfingin grænt framboð orðið meðsekt hrunmenningunni.

 

 


mbl.is Mikil reiði innan VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir þeir eru það nú þegar og allt of seint að bakka út úr þeirri staðreynd!

Sigurður Haraldsson, 21.9.2010 kl. 07:50

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sammtímaminni Páls er þokkalegt en langtímaminni ekkert..óþægilegt fyrir svokallaðan blaðamann

Jón Ingi Cæsarsson, 21.9.2010 kl. 07:55

3 identicon

Yfirlæti Jóns Inga er þokkalegt en dómgreind engin.. 

Óþægilegt fyrir svokallaðan rökfastan stuðningsmann Icesave, samfylkingar, ESB o.s.frv.

Er það svona umræða sem þú vilt.  

Ekki er ég sammála Páli um allt, en hann hefur skemmtilega framsögu og ágætt minni sýnist mér.  Ekki er ég hrifin af þessum pólitískt upphafna landsdóms stíl, en alveg þykir mér framganga Jóhönnu með ólíkindum.  

Ætli hana kvíði ekki bara fyrir næsta landsdóm tapi hún völdum sem vonandi verður eftir ekki mjög langan tíma.  Hún ætti skilið smá fiður og tjöru svona líka eins og hin greyin!  (Rökin fyrir því er aðvelt að finna).

Þá fer líklega að verða ansi eftirsóknarvert að komast á Alþingi! 

jonasgeir (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 08:30

4 identicon

Gjaldþrot stjórnmálastéttarinnar hefur nú endanlega verið staðfest.

Loksins!

Nú er hægt að hefja endurreisnina.

Kosningar strax. Óhæfa og spillta liðinu verður hafnað í prófkjörum.

Fela verður nýju fólki að endurreisa Alþingi.

Það er ónýtt.  

karl (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 09:13

5 Smámynd: Páll Jónsson

Eins takmarkað álit og ég hef á VG þá hljómar þetta nú ekki sérstaklega sannfærandi.

Páll Jónsson, 21.9.2010 kl. 09:15

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Jón Ingi - Páll er með valminni - kanski man hann miklu fleira en geymir það þá þar til seinna -

Eins og sagt var um einhvern ágætismann - hann er mjög greidur en er ekkert að flíka því þess vegna heldur fólk að hann sé .... .

Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.9.2010 kl. 09:26

7 identicon

Sammála þér, Vg virðist samt vera ráðvilltur hópur einleikara. Jóhanna er komin útúr skápnum, leyndi lengi vel síngjörnum ágallanum ásamt forherðingu, sem allt er vitað um, síðasta uppákoman kemur því ekkert á óvart.

Robert (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 09:42

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

greindur - átti það vera

Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.9.2010 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband