Hver fyrir sig í ríkisstjórninni

Jóhanna Sigurðardóttir tapaði trúverðugleika sem oddviti ríkisstjórnarinnar í dag þegar hún tætir í sig landsdóm. Jóhanna ekki lengur í neinni stöðu til að krefja stjórnarþingmenn í Vg um þegnskap við ríkisstjórnina í erfiðum málum.

Forsætisráðherra gefur fordæmi fyrir gagnrýni á stjórnarmeirihlutann með því að kippa teppinu undan málefnalegri niðurstöðu þingnefndar sem falið var að rannsaka ráðherraábyrgð á hruninu.

Jóhanna lét undan þrýsting í Samfylkingunni um að Ingibjörgu Sólrúnu skyldi sýnd vægð. Um leið er Jóhanna að stórskaða stöðu sína sem verkstjóri ríkisstjórnarinnar. Efnislega segir hún að þegar á móti blæs er allt í lagi að hverfa frá fyrri yfirlýsingum um hvernig mál skulu til lykta leidd.

(Textinn hér að ofan er með breyttu orðalagi frá fyrstu útgáfu þótt efnislega sé færslan óbreytt).


mbl.is Efins um stuðning við ákæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

er ekki réttast að stefna öllum ráðherrum hrunstjórnarinnar fyrir landsdóm? Og krefjast þess að þeir 36 alþingismenn sem sátu á þingi 2003-2007 víki af þingi og kalli inn varamenn sína til að afgreiða þessar ákærur

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.9.2010 kl. 22:04

2 identicon

Í mínum huga er aðeins ein spurning: Hvert stefnir ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 22:09

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þetta einkennilega útspil Jóhönnu minnir um margt á þegar ofurmenni nokkurt stútaði skýrslu endurbótanefdará landsfundi ákveðins stjórnmálaflokks í Laugardalshöll veturinn 2009.

Ómennskan og spillingin lifi, húrra ...

Jóhannes Ragnarsson, 20.9.2010 kl. 22:48

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Var það ætlun Jóhönnu að þingnefndin skilaði ekki neinni niðurstöðu?Átti þingnefndin að vera eitthvað friðarátak gagnvart þjóðinni?

Alla vega getur maður ekki talið annað,þegar Jóhanna kemur með sitt útspil,að hér sé bara allt í plati,og að þessi nefnd átti ekki að vinna vinnuna sína.

Skoðanaskipti Jóhönnu geta ekki verið önnur en þau,að aðrir eru að rugla í henni.Hún er bara verkfæri annara,og veit því ekki hvort hún sé að koma eða fara.Hún ætti að fara stíga upp úr stólnum,áður en hún verður óvinsælast kona landsins.

Ingvi Rúnar Einarsson, 21.9.2010 kl. 00:32

5 Smámynd: Kristinn Pétursson

Flestir voru á sínum tíma - sammála um mikil gæði skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.

Mistökin voru - að fela ekki þeirri sömu nefnd - að halda áfram með verkið - og kafa dýpra í einstök atriði.

Pólitísk nefnd - ofaní hágæða skýrslu - meira en fet á þykkt - er röng málsmeðferð.

Þetta er svo voðkvæmt mál - og línan milli réttrar og rangrar meðhöndlunar - er einungis á viði fagfólks - eins og það fólk  sem stýrði Rannsóknarnefnd Alþingis.

Nú er trúlega eini möguleikinn að vísa málinu til Allsherjarnefndar Alþingis  - þegar þessari 1. umr. lýkur.

... "og sjá svo til"... þetta er allt komið í ógöngur - því miður

Kristinn Pétursson, 21.9.2010 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband