Föstudagur, 17. september 2010
Verulega undarleg Samfylking
Þingflokkur Samfylkingar boðar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á sinn fund til að ræða stöðu hennar sem sakbornings vegna fyrirhugaðrar ákæru alþingis. Með fundinum flokksvæðir Samfylkingin umræðu sem átti að vera um réttlætismál og meginatriði í ráðherraábyrgð. Þegar aðeins helmingur þingflokksins mætir verður málið enn undarlegra þar sem fjarvistir þingmanna eru óútskýrðar.
Samfylkingin skuldar skýringar á hegðun þingflokksins.
Aðeins helmingur mætti til fundarins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þau hljóta að gefa hinum sama tækifæri - eða hvað?
Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.9.2010 kl. 09:40
Var eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu í gærkvöldi? Þau hafa kannski farið á völlinn og horfa á Breiðablik rassskella KR ?
Elías Bj (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.