Össur, Baugur og ESB

Össur Skarphéðinsson innsiglaði bandalag Samfylkingar og Baugs á alþingi 2004. Össur var formaður Samfylkingarinnar og leiddi andstöðuna við fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem átti að koma böndum á ofurvald Baugs á fjölmiðlum. Össur seldi málafylgju Samfylkingar á alþingi til Baugs og fékk í staðinn milljónastyrki, dreift á margar kennitölur, og stuðning fjölmiðlaveldis Baugs í pólitískri umræðu.

Pólitískt og siðferðilegt gjaldþrot Samfylkingarinnar blasti við eftir hrunið 2008. Til að draga athyglina frá baugsþjónkun Samfylkingar var gripið til þess ráðs að setja aðild að Evrópusambandinu á oddinn. Össur var aftur stóri gerandinn og náði samkomulagi við forystu Vg um að hleypa málinu nægilega langt til að bjarga Samfylkingunni, þ.e. að senda umsókn til Brussel.

Vilyrði forystu Vg var bjarnargreiði. Aðildarumsóknin er orðin að myllusteini um háls Samfylkingarinnar. Össur ber stærstu ábyrgðina, enda lagði hann línur í aðdraganda og er utanríkisráðherra fyrir aðildarumsókn sem formaður Vg þvær hendur sínar af.

Össur er örvæntingarfullur og býr til langsóttar samsæriskenningar manns sem veit að stund sannleikans nálgast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt.

Og gelymum ekki braski Össurar með bankabréf sem hann kosmt yfir í krafti stöðu sinnar.

Á þeim græddi hann tugi milljóna eins og reyndar annar alþýðuleiðtogi, Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG.  

Allt þetta fólk var á mála hjá glæpalýðnum og fullkomið hneyksli er að þetta fólk sitji á þingi og í ríkisstjórn.

Karl (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband