Fimmtudagur, 16. september 2010
Efnahagsaðstoð frá dómstólum
Kostnaður fjármálastofnana af dómi Hæstaréttar um vexti á gengislánin er áætlaður 43 miljarðar króna. Peningarnir komast tiltölulega fljótt í umferð þar sem þeir eru að stórum hluta tengdir lausafjármunum s.s. bílalánum.
Efnahagsaðstoðin sem kemur frá dómstólum hefur þann kost að kalla ekki á samjöfnuð sem efnahagsaðgerð ríkisstjórnar myndi gera þegar einhverjir hópar telja sig hlunnfarna ef aðrir fá eitthvað sem ekki stendur öllum til boða.
Allt bendir til að dómur Hæstaréttar örvi hagvöxt með tiltölulega vægum aukaverkunum.
Hindrunum verið rutt úr vegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Vægum aukaverkunum". Góður þessi Páll :)
Guðmundur St Ragnarsson, 16.9.2010 kl. 20:15
Örvi hagvöxt fyrir hvern?
hinn alþýðlegi Jón er ekki minna virði en svika-séra-Jón svika-elítunnar!!!
Nú er einfaldlega komið nóg af þolinmæðialmennings í þessu landi!
Yfirgangur og svik embættis-þjófa-siðblindingja eru ólíðandi með öllu og stríðir 100% gegn lands-lögum og stjórnar-skrá!
Nú er engu að tapa lengur!!!
Hættið að borga þjófunum gott fólk! Almættið hjálpi öllum mis-lukkuðum landsmönnum!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.9.2010 kl. 20:26
Þvílíkt bull í Önnu Sigríði.
Vilja menn ekkert borga til baka af lánum sem þeir tóku?
Elías Hansson, 16.9.2010 kl. 21:23
Lýðræði til sölu!!
"hefðu samningavextir átt að gilda hefði það orðið skattgreiðendum mjög dýrt"
Síðan hvenar hefur réttlætið verið metið til fjárs á Íslandi? Það er verið að dæma allt aðra vexti en var skrifað upp á! Uuuu afhverju? Eru til lög á íslandi sem segja að ef þú gerir eitthvað ólöglegt þá átt þú rétt á skaðabótum frá fórnarlambinu?
Það er gott að við lifum í lýðræðis ríki þar sem rétt og rang skiptir engu, það er í lagi að ráðherrar gefi dómstólum skýr fyrirmæli í fjölmiðlum (og örugglega annastaðar líka) hvernig þeir vilji að dómur falli.
Gætum allt eins sameinað lögjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald miðað við hvernig staðið hefur verið að þessu máli.
Komon frekar vil ég borga hærri skatta og búa við réttlæti
Geir (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 02:15
"Örvi hagvöxt"? Þú meinar hægir á samdrætti!
Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2010 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.