Forsetinn tekur Össur á kné sér

Ólafur Ragnar Grímsson sýndi manndóm í Icesave-málinu sem var hvergi að finna hjá ríkisstjórninni. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar var stórsigur Ólafs Ragnars og niðurlæging Jóhönnustjórnar. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra setti ofaní við Ólaf Ragnar eftir að forsetinn gagnrýndi Evrópusambandið og afstöðu þess í Icesave-málinu.

Á kurteisan hátt tók Ólafur Ragnar Össur á kné sér í hádegisfréttum RÚV og minnti hann á að forsetinn er með þjóðina að baki sér en Össur aðeins einangraða Samfylkingu. Össur telur sig eiga í fullu tré við Ingibjörgu Sólrúnu í innanflokksátökum Samfylkingar en utanríkisráðherra mætir ofjarli sínum á Bessastöðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Við megum vera stolt af Ólafi.

Aðalsteinn Agnarsson, 16.9.2010 kl. 12:51

2 identicon

Það er óhuggulegt að heyra þingmenn fullyrða að ESB inngangan hafi verið "samþykkt" af meirihluta Alþingis.  Svona eins og "samþykkt" meirihluta Icesave 1 og 2.  Þetta lið hikar ekki við að smána lýðræðið og Alþingi, sem að vísu nýtur 10% traust þjóðarinnar samkvæmt nýjustu könnun.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 13:09

3 Smámynd: Daði Ingólfsson

Vek athygli á þessari málsgrein í stjórnarskránni: "21. gr. Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til."

Það ætti sem sagt að vera forsetinn sem stjórnaði "samningsviðræðum" við ESB - ekki utanríkisráðuneytið. Alþingi þyrfti svo að samþykkja pakkann.

En það er því miður ekki í tísku að fara eftir stjórnarskránni.

Daði Ingólfsson, 16.9.2010 kl. 13:14

4 identicon

Er þá ekki bara málið að senda forsetann fyrir landsdóm, rétt eins það er verið að gera með fyrrv. ráðherra. Nema þeir uppgvötvi hvernig þeir losni við reiði almennings, og segji "Nei við ICESAVE og ESB". Þá er manni víst algerlega fyrirgefið, að minnsta kosti ef maður heitir Ólafur og er forseti.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 13:21

5 identicon

sæll Páll og Guðmundur........ hvernig stendur á því að við erum enn með Steingrím í forsvari fyrir Íslenska þjóð í Icesave málinu??? það er gegn hans hagsmunum að við fáum betri samning!!! af hverju erum við ekki búnir að reka hann..... og af hverju rannsökum við ekki hans sögu í þessu máli ?? lygina , hótanirnar og orð hans fyrir ráðherra dóminn ???

Siguróli Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 13:21

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég þori varla að taka undir en líklega hefir Össur látið loka síðu minni sem er undir nafninu Skolli og fullt nafn mitt. Ég fæ engar upplýsingar en er að bíða eftir að ná Í Soffíu hjá MBL. Þetta var mjög góður leikur hjá Ólafi Forseta og það ætti að hilla hann og örva til meiri dáða. Kannski verður hann bjargvættur Íslands. 

Valdimar Samúelsson, 16.9.2010 kl. 13:34

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég horfði á allt viðtalið og Ólafur hækkaði um marga flokka í áliti hjá mér við þetta viðtal.  Það hvernig Össur lætur út af þessu viðtali er bar hreinn og beinn skandall, hann segir að forsetinn hafi málfrelsi en það virðist bara eiga við ef forsetinn segir eitthvað sem Össuri líkar............... Ekki er "ríkisstjórn fólksins" að tala fyrir málstað Íslands erlendis en það gerir forsetinn á áhrifamikinn og öflugan hátt.  Getur verið að það sé rétt sem maður hefur heyrt að "kratarnir" hafi sagt að það væri mátulegt á Íslendinga að borga Ices(L)ave, fyrir að hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn yfir sig trekk í trekk???????

Jóhann Elíasson, 16.9.2010 kl. 13:41

8 identicon

Áfram Ólafur

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 13:57

9 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ber er hver þjóð að baki nema alvöru forseta eigi!

Eggert Sigurbergsson, 16.9.2010 kl. 15:04

10 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ríkistjórnin er eins og barinn hundur þorir ekki vill ekki og getur ekki leist þetta mál það er klúður og meira klúður eftir því sem þau seigja og gera meira. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 16.9.2010 kl. 15:07

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Á semsagt forsetinn að fara eftir hverju þegar hann tjáir sig á erlendri grund? Skoðanakönnunum? Eða á hann að endurspegla skoðun ríkisstjórnar sem starfar í landinu? Menn verða að átta sig á að erlendis er litið á forseta sem æðsta stjórnanda landsins. En hann er það ekki hér. Hann felur ákveðnum stjórnmálamanni að mynda ríkisstjórn sem hefur nú meirihluta á Alþingi og þar með á hann að endurspegla vilja Alþingis.

Hann getur ekki fullyrt að hann tali fyrir meiri eða minnihluta þjóðarinnar fyrr en hann hefur kannað það sérstaklega með kosningum. Og þar til verður hann ef hann er að tjá sig erlendis að endurspegla vilja Alþingis og ríkisstjórnar eða taka það skýrt fram að hann sé að tala um eigin skoðanir um hvað hann heldur að þjóðin vilji.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.9.2010 kl. 15:45

12 identicon

Magnús.  Hefur þú heyrt um margar kosningar þar sem 98% meirihluti var til staðar?

Hvað finst þér að meirihlutin þurfi að vera stór til að forsetin megi segja um það einhver orð á opinberum vettvangi?

Af einhverjum undarlegum sökum ert þú svo illa haldin krataveiki að þér hefur þótt Icesave sjálfsagður hlutur og góður fyrir Íslendinga, svona líklega til að þjóðin ætti sér ekki nokkra von um fjárhagslegt sjálfsstæði.

Þannig að ef ekki væri ESB, þá væri það undirokun kröfuhafa í staðin.....

Þú fyrirgefur vonandi, en mér hugnast lítið hvað þú skrifar.

jonasgeir (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 16:10

13 identicon

Siguróli.  Auðvitað á að fara fram rannsókn á Icesave framgöngu stjórnvalda og þá er Steingrímur sá sem hefur farið fram fremstur meðal jafningja að ganga beint gegn hagsmunum og óskar þjóðarinnar.  Vandamálið að honum skortir einhverja greind til að viðurkenna sig gjörsigraðan eins og þegar 98.2% þjóðarinnar sögðu honum bókstaflega að hann ætti að segja af sér í þjóðaratkvæðagreiðslunni.  Hann lemur hausnum við steininn í þrjósku.

Magnús Thoroddsen fyrrum forseti hæstaréttar og Evrópudómari fullyrti í fjölmiðli þegar Svavar kom með samninginn glæsilega, að stjórnvöld væru örugglega hænufet frá því að fremja landráð, ef það væri ekki fullframið. 

Magnús.  Skoðanakannanir eru tæki þjóðarinnar að koma fram skilaboðum til stjórnvalda, og þau haf farið flatt á því að vanmeta þá rödd.  Gott dæmi er þegar forsetinn neitaði að skrifa undir Icesave2 og vísaði málinu í þjóðaratkvæði.  Þá höfðu allar kannanir sýnt að þjóðin var algerlega öndverðum meiði við stjórnina, og þú og fleiri stjórnarliðar hraunuðu yfir ágæti slíkra eins og er siður þeirra sem fara illa út úr slíkum.  Heil 1.8% var stuðningurinn við stjórnvöld.   

Skoðanakannanir fyrir kosningar hafa alltaf verið ágætlega nákvæmar og allir flokkar sem koma vel úr slíkum fagna.  Hinir ekki.  Þá er ekkert að marka þær.  Engin flokkur hefur gengið fyrir og trúað á skoðanakannanir eins og Samfylkingin, svo að skilningurinn á þeim bænum er öruggur hvað þjóðin vill í þessum málum.    

Í dag erum við að fá fréttir af skoðanakönnunum sem sýna td. að þeir Evrópubúar sem eru ósáttir við ágæti evrunnar í þeirra þjóðfélagi eru í miklum meirihluta.  Aldrei heyrist orð frá erlendum risafjölmiðlum um að slíkar er ekkert að marka.  Reynslan hefur sýnt allt annað.  60% Breta eru á móti verunni í ESB segir ein sem birt var fyrir nokkrum dögum.  65% Norðmanna segja NEI við ESB. Við erum nýbúin að fá fréttir að aðeins 19% þjóðarinnar heldur að það er einhver ávinningur á inngöngu í ESB.  Það er svipað og mestur varð stuðningurinn við samþykktina á Icesave2. 70% þjóðarinnar sagði að það ætti að draga umsóknina í ESB til baka, og þar af 40% samfylkingarmanna. 

Ef að stjórnvöld og þeirra klapplið ætla sér ekki að hlusta á nýju rödd þjóðarinnar í nýja Íslandi, sem eru kannanir, þá hlýtur að styttast í að þau banni fljótari samskiptaaðferðir en landspóst á hesti.  Við eigum erindi við stjórnarhöfðingja oftar en á fjögurra ára fresti. 

Forsetinn hlustar á þjóðina eins og honum vera ber.  Hann horfði uppá hvernig atkvæðum VG kjósenda var rænt og nú fréttist að vel fyrir kosningar hafði  Steingrímur verið búinn að selja djöflinum sálu sína með ESB, Icesave og AGS.  Forsetinn er með þessu að rífa upp handónýtt puntembætti í að gera meira gagn en allir ráðherrar og flokkar til samans í Icesave deilunni.  Hann gerir sér eins vel og hún fyrir því að Icesave og ESB er sitthvor hliðin á sama peningnum, og jafnframt að það er endirinn á Evrópu drauminum ykkar.   Hann er engin vitleysingur og talar fyrir hönd mikils meirihluta þjóðarinnar í þessu máli.  Fyrir það ber honum að þakka.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband