Sunnudagur, 12. september 2010
Flokksleg vangeta á alþingi
Stjórnmálaflokkarnir gelda störf alþingis með því að setja flokkshagsmuni ofar almannahag. Þríklofin þingnefnd um hrunið er staðfesting á einbeittum vilja stjórnmálaflokkanna að láta eins og ekkert hafi í skorist. Tiltrú almennings á alþingi verður ekki endurvakin á meðan flokkshagsmunir fá að dafna.
Á hverju ári skenkja stjórnmálaflokkarnir sér 500 m. kr. í beinan styrk og er það fyrir utan kostnað alþingis á fulltrúum flokkanna. Styrkinn nota flokkarnir til að einoka stjórnmál á Íslandi. Í krafti fjárráða eru aðrir útilokaðir frá stjórnmálaþátttöku en þeir sem ganga inn í einhvern stjórnmálaflokkinn. Nýjum stjórnmálasamtökum er gert ómögulegt að bjóða fram þar sem forskot starfandi flokka er mælt í milljörðum króna.
Hrunnefndin kemur ekki auga á flokksþjónkun þingheims
Þingmannanefndin telur brýnt að Alþingi taki starfshætti sína til endurskoðunar, verji og styrki sjálfstæði sitt og marki skýr skil á milli löggjafarvaldsins og framkvæmdarvaldsins. Alþingi á ekki vera verkfæri í höndum framkvæmdarvalds og oddvitaræðis.
Og í framhaldi segir
Alþingismönnum ber að sýna hugrekki, heiðarleika og festu í störfum sínum. Brýnt er að Alþingi og alþingismenn endurheimti traust þjóðarinnar með orðum sínum og athöfnum.
Nefndin talar fjálglega um alþingi og þingmenn en kemur ekki auga á flokkshelsið sem opinberaðist í þríklofnu nefndaráliti.
Alþingi er ófært um að endurreisa sig vegna þess að þingmenn neita að horfast í augu við spillinguna sem þrífst í skjóli stjórnmálaflokkanna.
Þingfundur hefst á mánudagsmorgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel mælt Páll.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 10:07
Sástu ekki viðtalið við Þór Saari og Vigdísi Hauksdóttir í sjónvarpi Ruv. Það sagði hún um álitin þrjú - að þau væru eðlileg því þingmenn hefðu og ættu að hafa sjálfstæða skoðun. Skrítið að þeir skyldu þá grúppa sig eftir flokkslínum!
Ragnar Eiríksson, 12.9.2010 kl. 10:24
Góð færsla og þörf ámynning.
Andri Geir Arinbjarnarson, 12.9.2010 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.