Laugardagur, 11. september 2010
Stjórnmálaelítan reynir að þvo hendur sínar
Ingibjörg Sólrún og forysta Samfylkingarinnar gáfu verstu misindismönnum útrásarinnar lögmæti með því að taka til varna fyrir Baugsfeðga og gera málstað Jóns Ásgeirs að sínum árin 2003-2004. Ingibjörg Sólrún og forysta Samfylkingarinnar leiddi útrásarauðmenn til öndvegis.
Glæpur Geirs H. Haarde og forystu Sjálfstæðisflokksins var að mynda ríkisstjórn með Samfylkingunni vorið 2007. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þáverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins bjó til þá ríkisstjórn með vinkonu sinni Ingibjörgu Sólrúnu. Ríkisstjórnin var uppnefnd Baugsstjórnin af formanni Framsóknarflokksins og ber það nafn með rentu. Af stjórnarmyndunarglæp Sjálfstæðisflokksins leiddi vanræksla í starfi.
Samanlög forysta Samfylkingar og Sjálfstæðiflokks ber ábyrgð á hruninu 2008. Þingheimur sem ekki getur beitt lágmarksviðurlögum við botnlausa spillingu og stórfellda vanrækslu ráðandi stjórnmálaafla verður að leggja störf sín fyrir dóm þjóðarinnar og boða til kosninga.
Átti ekki þátt í hruninu og gat ekki komið í veg fyrir það | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samáa Páll þú ert með þetta á hreinu og flottur málsvari okkar hafðu bestu þakkir fyrir.
Sigurður Haraldsson, 11.9.2010 kl. 20:31
Páll , það væri áhugavert að fá dæmi um stuðning Samfylkingarinnar við Baugsfeðga.
Sigurður Þorsteinsson, 11.9.2010 kl. 20:50
Framsókn hafði ekkert með þetta að gera? Einmitt.
Gestur Páll (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 21:33
Sigurður Þorsteinsson. Alltaf ánægjulegt að enn finnist einhver sem ekkert kannast við nein tengsl Samfylkingarinnar og Baugsveldið í gegnum tíðina.
Dugar etv. þessi yfirlýsing Össur Skarphéðinssonar í fjölmiðlum fyrir skemmstu.:
Svo má minna á ofurstyrki Baugsmanna til flokksins á amk. einni þekktri kennitölu, Borgarnesræðuna, ótrúlegar árásir flokksforustunnar á ákæruvaldið og rannsóknaraðila í Baugsmálinu. Einn af hápunktunum var þegar Jóhanna Sigurðardóttir lagðist jafn lágt og raun ber vitni þegar hún bókstaflega lítt dulbúið hótaði ákæruvaldinu og dómurum með ótrúlegustu fyrirspurn allra tíma á Alþingi.
Einu og hálfu ári fyrir dómsniðurstöðu málsins, krafðist Jóhanna að dómsmálaráðherra upplýsti um kostnað ríkisins vegna rannsóknar og reksturs Baugsmálsins. Hún lagði fram eftirfarandi skriflega fyrirspurn.:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 21:55
Hér má heldur ekki gleyma frægri Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur né heldur gengdarlausum árásum Samfylkingarinnar á embætti Ríkislögreglustjórans, sem ENN eru í gangi!!!
Snorri Magnússon, 11.9.2010 kl. 22:04
Er þetta ekki eiginlega frekar þreytt orðið að kenna pólitíkusum um bankahrunið?
Það voru bankamenn og eigendur þeirra sem tæmdu bankana. Ekki beinlínis pólitíkusarnir.
Sem betur fer þá voru þetta ekki ríkisbankar!
Sjáið bara hvernig Írar standa núna þegar spurning er um að endurfjármagna hvað hann nú heitir Anglo Irish National bank eða eitthvað...
20-25% af þjóðarframleiðslu Íra í endurfjármögnun í september einum....
(En svo er auðvitað satt að pólitíkusarnir stóðu sig ekki vel við almenna efnahagsstjórn. Og það er enn síður svo í dag. Því miður.)
jonasgeir (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.