Þriðjudagur, 31. ágúst 2010
Hálf ríkisstjórn með ESB og Össur hlær
Samfylkingarhluti ríkisstjórnarinnar undirbýr aðlögun Íslands að Evrópusambandinu á meðan ráðherrar Vg láta sér fátt um finnast. Formaður Vg segir opinberlega að það sé ekki stefna ríkisstjórnarinnar að ganga í Evrópusambandið. Fyrir alþingi liggur þingsályktun um að draga umsókn Íslands tilbaka.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segist hlæja að tillögunni en vill ólmur fá hana á dagskrá sem fyrst. Náinn samverkamaður Össurar, Mörður Árnason, setti þá hugmynd á flot um helgina að best væri að fá tillöguna um að hætta ESB-ferlinu sem fyrst til umræðu.
Össur og Mörður hugsa sér að fáist hraðmeðferð á tillögunni verði enn og aftur hægt að stilla Vg upp við vegg og segja valið standa um umsóknina og líf ríkisstjórnarinnar. Við þá hótun digni hnjáliðir þingmanna Vg.
Ef tillagan yrði felld og aðlögunarferlið héldi áfram myndi samt sem áður aðeins hálf ríkisstjórnin standa að baki þar sem flokkssamþykktir Vg eru skýrar og ótvíræðar og í fullu samræmi við vilja flokksmanna.
Össur glottir enn enda vanastur því að hafa ekki stórt föruneyti.
Athugasemdir
Dramb er falli næst, segir einhverstaðar. Skýrt merki að hrokagikkurinn sjálfumglaði er að missa trúna á verkefninu og taugarnar, eftir niðurstöðu fyrstu könnunar á vegum Eurobarometer á afstöðu Íslendinga til ESB, sem var birt fimmtudaginn 26. ágúst, segir að.:
Aðeins 19% svarenda hér á landi trúa því, að ESB-aðild verði landi og þjóð til bóta (a good thing).
45% telja að ESB-aðild yrði til tjóns (bad thing).
58% telja að Ísland hafi ekki hag af aðild.
12% vita ekki og eru óákveðnir.
71% þjóðarinnar hafnaði þessu eina stefnumáli Samfylkingarinnar í kosningunum í vor, með að greiða öðrum flokkum atkvæði sitt.
Nýleg könnun segir að 40% kjósenda Samfylkingarinnar krefjast þess að umsóknin verði dregin tafarlaust til baka.
Hversu margir af núverandi stjórnarþingmönnum og ráðherrum væri búið að fjarlægja froðufellandi í járnum á þar til gerð hæli, ef einhver hægri stjórn hefði boðið þjóðinni upp á brot af því sem núverandi stjórnvöld hafa gert í ESB og tala ekki um Icesave málefnum?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 15:59
Það væri ekki ólíkt Jóhönnu og Össur að hóta bak og fyrir. Ég vona að þetta komist í gegn og umsóknin verði dregin til baka.
Valdimar Samúelsson, 31.8.2010 kl. 16:00
Það má hæla Páli fyrir það að hann er staðfastur í skoðunum. En það er líka það eina. Alþingi samþykkti EES ssamninginn fyrir 18 árum. Þessi samningur hefur haft afar víðtæk áhrif á allt efnahagslíf okkar og vinnumarkað. Í 18 ár hefur þjóðfélagið verið að aðlagast EB löndum. ASÍ hefur margoft ályktað um inngöngu Íslands í EB með hagsmuni félaga sinna fyrir augum. Launamenn eru einnig lántakendur og íslensk verðtrygging er drápsklyfjar samanborið við þau kjör sem dönskum og þýskum launamönnum bjóðast. Samningar Íslands og EB eru þeir mikilvægustu sem þjóðin hefur tekist á hendur. Samningaferlið er langt, flókið og vandað. Nálægt 30 þjóðir eiga slíkt ferli að baki. Það skiptir verulegu máli fyir orðspor Íslands að vel sé staðið að málum. Það er fráleit hugsun að hægt sé að hætta á miðri leið. Ísland væri þá eina ríkið sem hefði gert slíkt. Ísland er nú þegar tákn fyrir alþjóðlega fjármálakreppu og spillingu. Ef Ísland myndi draga sig útúr samningaviðræðum yrði landið einnig tákn pólitískrar kreppu. Þjóðin og þing skapa sín eigin örlög. Ef þetta er vilji meirihluta Alþingis þá er eðlilegt að hann komi fram. Meirihluti Alþingis fól ríkisstjórninni að hefja samningaviðræður. Viðhorfskannanir um pólitískar skoðanir fólks hafa ekki gildi í þessu sambandi. Það eru mjög sterk sérhagsmunaöfl sem stunda mikinn hræðsluáróður. Nálægt 60 fjölskyldur ráða yfir öllum kvóta þjóðarinnar. Þær ráða ekki bara yfir kvótanum. Þær ráða yfir fjölmiðlum og fjölda fyrirtækja í ólíkum greinum. Þær hafa líf stórra byggðarlaga í hendi sér. En þjóðin þarfnast ekki hræðsluáróðurs( sérgrein Páls!) heldur upplýstrar umræðu.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 16:58
Það er fráleit hugsun að halda áfram og eyða tugmilljörðum í eitthvað sem þjóðin er hörð á móti. Það er nákvæmlega það sem skerðir trúverðugleika einnar þjóðar, en ekki að taka réttar ákvarðanir þegar allt er komið í brókina og enn er tími til að lágmarka skaðann sem feigðarflaninu veldur. 19% þjóðarinnar trúa að innganga í ESB yrði land og þjóð til einhverra hagsbóta. AÐEINS 19% ....!!!!! Þetta er ekkert annað en brandari eftir allt sem er búið að henda af fjármunum til að sannfæra þjóðina.
Þjóðin hvorki fæðir né klæðir börnin sín og þá sem það ekki geta, með einhverjum ímynduðum "orðstír" í Brussel. Fyrir minn part, gæti mér ekki verið meira sama um hann og þá sem eru að reyna að neyða þjóðina að borga aðgöngumiðann inn í "dýrðina" með að borga ólögvarinn Icesave reikning sem þeir sjálfir segja að við berum ekki neina lagalega ábyrgð á. Þetta er liðið sem þjóðin á að leggjast undir, eins og úrbrædd portkona á kæjanum í Evrópusambandinu.
Þarf að gefa ESB inngöngusinnum þetta með teskeið? Menn þurfa ekki að hafa neina áhyggjur af því að gera það eina rétta, því þá er það yfirlýsing um pólitíska kreppu til draumasamfélagsins. So What..???? Er það ekki pólitísk kreppa sem er að rústa samfélaginu, og ekkert ESB bjargar því? Hverjum ætti ekki að vera sama þó að eyjan úti á ballarhafi er í pólitískri kreppu? Smáborgarlegur hugsunarháttur og alþjóðleg minnimáttarkennd bjargar ekki neinu.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 18:04
Það vill enginn láta skoðanakannanir ráða þegar um þjóðarhagsmuni er að ræða. Þjóðin lætur vilja sinn í ljós með því að greiða atkvæði í kosningum. Hún lætur vilja sinn í ljós í þjóðaratkvæðagreiðslu og í Alþingiskosningum. Evrópska innlánstryggingakerfið gerir ekki ráð fyrir ríkisábyrgð en það er annað mál. Orðspor þjóðar skiptir miklu. Norðmenn eru álitnir sáttasemjarar á alþjóðavettvangi. Traust ræðst mikið af orðspori. Traust er lykilatriði í öllum viðskiptum. Það er minnimáttarkennd að ætla að hætta viðræðum við ESB.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 18:47
Þú ert ansi forhertur í ESB trúnni Hrafn.
Hafa Grikkir traust í viðskiptum?
Eflaust sumir en ekki gríska ríkið.
Haf Írar traust? Spánverjar? Portúgalir?
Þetta er auvitað þvæla. Þessi ríki fá ekki traust af að vera með í klúbbinum.
Ríki eins og Ísland fá traust á að standa á sínum hagsmunum með lögum og sannleika.
Alveg eins og Noregur hefur nokkuð gott traust án ESB.
Það eru þjóðarhagsmunir að fara ekki að greiða skatta í ESB elliheimilið.
jonasgeir (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 20:17
Niðurstaðan verður ekki tekin eftir vilja þjóðarinnar eftir úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu, sem Samfylkingin tryggði að þjóðin fengi ekki að hafa seinasta orðið í. Samfylkingin segist ætla að nota skoðanakönnunina sem ráðgefandi og ekkert annað. Líkurnar á að hún komi til með að fara eftir vilja þjóðarinnar er minni en engin vegna þess að þjóðin mun segja stórt NEI. það er nákvæmlega ekki nein hætta á að hífa fylgið úr 19% fylgi sem hefur farið minnkandi í yfir 50%, með öllum skítatrikkunum sem hefur verið beitt og flokkurinn staðinn að.
Þjóðin er eins og þeir sem rúntuðu um borgina með fasteignablað Moggans og þóttust vera í kauphugleiðingum að einbýlishúsum, án þess að eiga bót fyrir boruna. Þetta var jú stundað til að getað skoðað hvernig ríka fólkið bjó og segja sögur um að hafa verið boðið heim til þeirra um leið og innbúinu var lýst. ESB ævintýrið er nánast það sama en aðeins mun stærra og hallærislegra í sniðum.
Erlendis á eftir að vekja mun meiri athygli forheimskan að hanga á Brussel bjölluatinu eins og hundar á roði, þegar öllum er ljóst hvernig fer. Enda er Samfylkingin sá flokkur sem byggir sitt allt uppá skoðanakönnunum, og brautryðjendur í þeirri íþrótt hérlendis. Hann sver ekki tilgang og trúverðugleika slíkra af sér þegar þær eru flokknum ekki hagstæðar núna frekar en í Icesave. Þá höfðu allar kannanir sýnt að Icesave borgunarsinnar náðu ekki yfir 26% og þeir sem sögðu NEI rúm 70%. Forsetinn tók sína ákvörðun miðað við 60.000 undirskriftir sem InDefence safnaði sem Samfylkingin og Samfylkingararmur VG fullyrtu að væri tómar blekkingar og svik. Endanleg niðurstaða var sú að 98.2% þjóðarinnar sagði STÓRT NEI við Icesave samninginn með nokkrir Samfylkingarmenn í tveim flokkum skröpuðu 1.8% atkvæða í JÁ. Stjórnvöld hafa fullkomlega gefið skít í niðurstöðuna og þar með þjóðina, og halda sínu striki eins og ekkert væri. Enda hafa ESB mektarmenn viðurkennt að Icesave er aðgöngumiðinn í ESB. Ekkert Icesave... Ekkert ESB (enda sitt hvor hliðin á sama peningnum) eru skýr skilaboðin og ekki einu sinni reynt að fela ofbeldið gegn smáþjóðinni. Ekki síst vegna þessa áttum við að hætta ferlinu um leið og það varð upplýst.
Umheimurinn ekki hugmynd um hvað er að gerast í ESB eða Icesave málum okkar, og væntanlega ekki heyrt af neinu sem er í gangi, eða yfirleitt að eitthvað hafi gers frekar en við erum að láta véla okkur í ESB. Engin á eftir að taka eftir hvort við förum, höldum áfram eða hættum hér. Það er nákvæmlega öllum sama nema náttúrulega þeir sem vilja græða sem mesta og gefa sem minnst. ESB. En við erum viss um að þeir vilji hafa það öfugt. Við erum jú aríarnir sem Hitler hugnaðist svo vel, og allir vilja allt fyrir slíka snillinga gera, sama hvað það kostar þá. Við erum ekki nafli alheimsins, þó svo að við eigum Eyjafjallajökul, Björk og Sigurrós og einhverjir hafa heyrt af þeim.
Líkurnar á að þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB verði meira að marka en þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB þegar málið er Samfylkingunni gjörtapað er álíka að við uppgötum að jörðin er flöt.
Frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur (heildarlög)
(Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009–2010.)
1. gr.
Alþingi getur ákveðið með þingsályktun að almenn og leynileg þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram samkvæmt lögum þessum um tiltekið málefni eða lagafrumvarp og er niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu ráðgefandi.
Lögin gilda einnig um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu sem fer fram skv. 3. mgr. 11. gr., 26. gr. og 2. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar.
Það sem er með eindæmum að heiðarlegir ESB sinnar skuli samþykkja vinnubrögðin sem eru viðhöfð af Samfylkingunni, segir sennilega allt sem segja þarf, og jafnframt vera vopn sem á eftir að snúast illilega gegn þeim sjálfum. Ímynd og ímyndað traust má ekki kosta hvað sem er.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 20:17
Það er dapurlegt að horfa á eftir dýrmætum tíma og peningum í þetta vonlausa verk að koma Islandi í Evrópusambandið eins og nú stendur á.
Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 20:35
Mig langar til að koma hér að ágætri grein eftir Jón Sigurðsson en hún birtist í Pressunni. Upplýst umræða skiptir öllu máli.
ESB - undanþágur
Hér skal vikið að nokkrum atriðum sem varða sameiginlega fiskveiðistefnu Evrópusambandsins.
Aðeins eitt atriði sameiginlegu fiskveiðistefnunnar er alfarið í lögsögu sameiginlegra stofnana ESB: Vernd fiskistofna til sjálfbærni. Aðrar meginreglur eru ýmist á skiptu forræði ESB og aðildarríkis eða alveg á forræði aðildarríkis.Fráleitt er að sameiginleg ákvörðun ráðherraráðs ESB um vernd fiskistofna til sjálfbærni geti orðið andstæð hagsmunum Íslendinga. Ef Ísland verður aðildarríki er það íslenskur ráðherra sem gerir tillögu um heildarafla á Íslandsmiðum byggða á rannsóknum íslenskra vísindamanna og íslenskri reynslu. Engir aðrir hafa hér atvinnuhagsmuna að gæta, reynslu við að styðjast eða frumkvæðisstöðu til að flytja sérstaka tillögu um Íslandsmið.
Regla ESB um stöðug hlutföll og nálægðarregla ESB tryggja forræði og hagsmuni Íslendinga til frambúðar. Þessar reglur tryggja að Íslendingar einir hafa veiðiheimildir á Íslandsmiðum og fara með stjórnun fiskveiðimála á Íslandsmiðum.
Reglur ESB um ráðgefandi svæðisráð tryggja þetta enn frekar. Lega og einkenni Íslandsmiða kalla beint á slíka skipan. Þau eru ekki samlæg við önnur mið ESB, langflestir fiskistofnar eru sérstakir og aðrar þjóðir hafa ekki viðurkennda veiðireynslu á Íslandsmiðum.
Í 349. grein aðalsáttmála ESB eru ákvæði sem tryggja fulla sérstöðu og eigið forræði Azoreyinga, Madeirabúa, Kanaríeyinga og fleiri fjarlægra eyjasamfélaga á sviði sjávarútvegar og landbúnaðar. Í lokagreinum aðalsáttmálans og fylgiskjölum eru nefnd ákvæði aðildarsamninga um ,,hembygdsrätt" heimamanna á Álandseyjum, tómstundahús í Danmörku og margt fleira sambærilegt.
Ákvæði 349.gr. aðalsáttmála ESB og ákvæðin um ,,hembygdsrätt" Álendinga ganga miklu lengra en íslenskar reglur um eignaraðild útlendinga í íslenskum sjávarútvegi. Þessi ákvæði ESB útiloka útlendinga. En íslenska reglan kveður á um heimild til eignaraðildar útlendinga sem nemi 25% beinni eign og 24,9% óbeinni eign eða samtals 49,9%.
Ekkert þessara atriða ESB er undanþága. Öll eru þau hluti af varanlegum skipulagsreglum Evrópusambandsins. Ekki skal gert lítið úr undanþágum, en þær varða yfirleitt miklu smærri málefni. Fyrir hendi eru fordæmi og fyrirmyndir í sjálfum meginreglum ESB um sérlausnir sem hljóta að koma til skoðunar áður en athygli fer að beinast að einhverjum hugsanlegum undanþágum.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 22:14
Tek mér það bessaleyfi að birta hérna skrif vel lesins manns í ESB fræðunum varðandi greinina, og heldur vatni yfir skrifum Jóns og ESB.
Hans Haraldsson // 31.8 2010 kl. 13:12
Ekki þykir mér það til marks um að menn séu vel upplýstir ef þeir eru farnir að draga útnáraákvæðið inn í umræðu um sérstakar tryggingar fyrir aðildarríki.
349. gr. er til vegna þess að sum Evrópuríkin eru fyrrverandi nýlenduveldi og eiga landspildur og eyjar hér og þar í heiminum sem í raun eru ekki í stakk búin til að taka þátt í innri markaðnum að fullu sökum vanþróunar (m.ö.o eru hluti af ESB án þess að standast Kaupmannahafnarskilyrðin).
Aðildarríki getur ekki farið fram á nokkurn skapaðan hlut með vísan til ákvæðisins af þeirri einföldu ástæðu að það verður ekki aðildarríki nema það hafi verið metið út frá Kaupmannahafnarskilyrðunum og talið standast þau.
Að draga Álandseyjar inn í málið er svo jafn langsótt. Eyjarnar eru sjálfstjórnarhérað innan aðildarríkis, ekki aðildarríki sjálfar.
Ísland getur ekki farið fram á sérlausnir í krafti þess að vera ósamkeppnisfær eða sérstakur útnári í sjálfu sér.
Hvað varðar svo fyrri partinn sem þú vitnar til þá virðist Jón Sigurðsson ekki svo upplýstur að hann hafi lesið grænbók framkvæmdastjórnarinnar um sjávarútvegsmál í fyrra. Þar kemur það bæði skýrt fram að kerfið sem byggist á regluni um hlutfallslegan stöðugleika tryggir það ekki í raun að afli skapi atvinnu á því landsvæði sem á kvótan (m.a vegna kvótahopps) og að kerfið er langt því frá grafið í stein.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 23:19
Hrafn, þú sakar Pál um hræðluáróður fyrir hans skoðanir á innilimun okkar í Evrópumiðstýringarveldið. Og ég er ósammála, hann er að lýsa fáránleikanum við inngönguferli sem stærri hluti landsmanna vill ekki. Ertu viss um að þú sért ekki með hræðsluáráður sjálfur? Kallast það kannski ekki hræðlsuáróður að orðstír okkar skemmist í Evrópu, hann sé nú nóg skemmdur fyrir? Heldurðu að okkur sé ekki nokkuð sama um orðstír okkar þar? Orðstír okkar í Evrópustórríkinu kemur ekkert lífsviðurværi okkar við. Það er verið að eyða milljörðum af skattpeningum okkar sem við nauðsynlega þurfum í þessa fáráðsumsókn. Og sömu rugluðu pólitíkusar ætla okkur Icesave-nauðungina í þokkabót, næstu aldirnar.
Elle_, 1.9.2010 kl. 16:41
Og Hrafn þú segir ennfremur: Evrópska innlánstryggingakerfið gerir ekki ráð fyrir ríkisábyrgð en það er annað mál. Orðspor þjóðar skiptir miklu.
Við borgum ekki fjárkúgun vegna orðspors. Og í ofanálag fær enginn sem sættist eins og aumingi á fjárkúgun mafíósa neitt nema aumingjaorðspor. Viljum við vinna með fjárkúgurum?? Þannig að rökin um Icesave-orðsporið þitt halda ekki vatni.
Elle_, 1.9.2010 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.