Föstudagur, 27. ágúst 2010
Valdið er ekki fyndið
Jón Gnarr ásamt félögum bjó til stjórnmálabrandara sem sló í gegn í kosningum. Í stað þess að hætta leiknum þá hann hæst stóð, og láta aðra um að fara með völdin, gerði brandaraliðið bandalag við Samfylkinguna um valdatöku í borginni.
Það er hægt að draga dár að valdinu, eins og Jón Gnarr hefur oft gert, en valdið sem slíkt er ekkert fyndið. Í besta falli er það hversdagslegt en þegar verst lætur étur það lífsgleði og hamingju þeirra sem ekki kunna að fara með það.
Jón Gnarr borgarstjóri kann hvorki né getur farið með vald. Hæfileikar hans og kunnátta liggja á öðrum sviðum. Dagbókarfærslur Jóns um að hann sýni auðmýkt en fái í staðinn hörku eru vísbending um að sambýli uppistandara og stjórnmálamanns gangi ekki sem best.
Vænisýki á það sameiginlegt með valdinu að vera ekki fyndin.
Sýni auðmýkt en fæ töffaragang á móti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Menn eru þannig af guði gerðir að þeir hafa mis mikið af gáfum og getu til að skilja findni. Findni er félagsleg-gáfa. Já gáfur eru ekki bara stærðfræði geta.
Félagslegar gáfur myndi ég til dæmis telja betri til að stjórna heldur en hroki. Enda hefur hroki ekkert með gáfur að gera.
Findni er nú samt það sem hefur gefið mér stirk þegar á móti blæs. Og það hefur blásið á móti.
Ég skráði mig úr flokknum síðasta sumar. Bara búin að fá nóg af peninga sukkinu og sparibaukum stjórnmála mannana sem óvart detta peningar í og þeir vita ekkert af.
Hönnu Birnu sem hannar heilt hótel á Laugarveginum svo að segja alveg sjálf, nema viti menn svo nýst hún móti eiginn hönnun og segir sitt eigið verk vera ljótt. (Arkitektarnir voru búin að segja henni það áður). En hún var svo hrifin af eiginn sköpun að ekkert annað kom til greina. Og hver vegna snérist hún á einni viku. Jú fyrir völdinn, leiðinn í borgarstjóra stólinn.
Og ofan á allt kostaði þetta 600 miljónir. Það hefði verið betra að hafa þær nú.
Matthildur Jóhannsdóttir, 27.8.2010 kl. 11:25
Reyndar hafa margir fræðimenn komist að því að það eru heilmikil tengsl milli valds og kímni. Sjá t.d. T. Caplow og T. Dwyer um "Triad theory" (http://hum.sagepub.com/content/44/1/1.abstract).
Tryggvi Thayer, 27.8.2010 kl. 14:15
Já, Tryggvi, það kann að vera en Jón Gnarr er löngu hættur að vera fyndinn. Hann er bara hlægilegur og í bezta falli grátbroslegur.
Emil Örn Kristjánsson, 27.8.2010 kl. 14:32
Emil Örn, ég hef áreiðandi heimildir fyrir því að þú sért fífl (http://emilkr.blog.is/blog/emilkr/entry/1088649/#comments) og þykir þ.a.l. vafasamt að taka tillit til þinna skoðana.
Tryggvi Thayer, 27.8.2010 kl. 14:51
Fyndni.
Hafþór (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 15:10
Heimildin sem þú vitnar í, Tryggvi, er ég sjálfur. Þ.a.l. ertu búinn að taka fullt tillit til minna skoðana. Ætlir þú að vera samkvæmur sjálfum þér verður þú að taka mark á mér áfram.
Emil Örn Kristjánsson, 27.8.2010 kl. 15:22
Emil Örn, Touché.
Tryggvi Thayer, 27.8.2010 kl. 15:34
Gnarr er orðin sorglegur í hlutverkinu sínu í þessu sennilega lélegasta leikriti allra tíma.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.