Kúgun, kvenfyrirlitning eða heimska

Samfylkingin þykist í orði kveðnu jafnréttissinnaður flokkur. Efndirnar eru á hinn bóginn heldur síðri. Árni Páll félagsmálaráðherra fékk á sig ágjöf fyrir að gera hæfa konu afturreka í nýrri stofnun umboðsmanns skuldara til að ráða vanhæfan flokkshest. Málið ónýttist ráðherra en brotaviljinn var sterkur.

Pólitískt má Árni Páll ekki við öðru ráðningarhneyksli þar sem hæfri konu er fórnað fyrir karl. Engu að síður lætur Árni Páll vaða og ætlar að tryggja bankamanni starf framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs þótt kona með reynslu, hæfni og traust standi til boða. Aftur birtist einbeittur brotavilji ráðherra þar sem formreglum og réttri stjórnsýslu er varpað fyrir róða til að troða ,,réttum" karli í embætti.

Hvers vegna? Hefur Árni Páll andstyggð á konum í ábyrgðastöðum? Sætir ráðherra kúgun vegna upplýsinga um fjármálabrall hans á útrásartímum sem eru notaðar til að stýra embættisverkum hans? Varla er Árni Páll svo djöfull heimskur að ata sig sjálfur tjöru og fiðri kvenfyrirlitningar.


mbl.is Ásta dregur umsókn til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ekki svo heimskur? Þú segir nokkuð!

corvus corax, 27.8.2010 kl. 09:17

2 identicon

Vissulega má gera ráð fyrir því að hinir ýmsu óreiðumenn Hrunsins hafi heljartak á stjórnmálamönnum dagsins í dag. Burt með þá Alþingismenn sem sátu á HRUNdag. Burt með mútuþegana. Þetta er ein ástæða þess að hér þarf að endurnýja á hinu háa Alþingi og þær eru ansi margar.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 09:17

3 identicon

Það hlýtur að mega taka undir þessi orð. Hvað gengur Árna til í sjálfseyðileggingunni? Ekki ætla ég að tjá mig um vitsmuni Árna, hef þó talið þá af skornum skammti.

Starkaður (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 09:38

4 identicon

Hvað er Árni Páll eiginlega að hugsa?

 Samfylking, sem laumaði sér bakdyramegin inn í þessa ríkisstjórn. Lét eins og flokkurinn hefði aldrei komið að neinum ákvarðanatökum í kjölfar hrunsins, en áttu þó utanríkisráðherra, viðskiptaráðherra, stjórnuðu borginni áratuginn á undan hruninu ásamt fleirum krítískum þáttum

Með einhverjum fyrirheitum um kynjajafnrétti, opna og heiðarlega stjórnsýslu o.s.frv. náði flokkurinn að komast í ríkisstjórn með flokki sem Samfylking á návkæmlega ekkert sammerkt með. Það hefur komið hvað best í ljós síðustu mánuðina, þar sem flokkarnir hafa til skiptis þurft að kvelja og svíkja kjósendur sína.

Nýjasta dæmið er þetta mál með þennan ríkisbanka sem íbúðalánasjóður er. Bankinn er svo gott sem gjaldþrota, og í raun skrýtið að menn skuli slást um að komast þar í embætti þessarar skútu sem er með skaddað stýri og laskaða vél.

Vandræðagangurinn varðandi ráðningu hefur átt sér stað síðan síðasta vetur. Menn geta ekki komið sér saman um hvort einn af yfirmönnum þessa banka eigi að setjastí forstjórastólinn, eða einn af yfirmönnum annars banka, sem fór á hvínandi kúpuna eigi að setjast í forstjórastólinn.

Ein af helstu ástæðum fyrir hrikalegri stöðu Íbúðalánasjóðs er útlánastefna sjóðsins, ásamt fjárfestingastefnunni, þar sem hinir víðfrægu vafningar "fjármálasnillinganna" komu þessum banka, ásamt reyndar öllum öðrum bönkum á Íslandi á hausinn.

Árni Páll var vonarstjarna Samfylkingar. það virðist ekki vera gæfumerki að fá þennan stimpil á sig hjá krötunum. Guðmundur Árni var í svipaðri stöðu fyrir nokkrum árum. Allir vita hvernig fór fyrir pólitíska ferli þess ágæta drengs. Hann hefur haft það helst að starfa síðustu árin að snafsa sig á sænskum toddíum og slíku embættismannadóti, í staðin fyrir að stýra jafnaðarmönnum á Íslandi. Í hans stað er Jóhanna Sigurðardóttir í brúnni. Þarf að segja meira?

joi (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 09:40

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Enn ein fjöðrin í slitinn hatt Árna Páls -

Hann verður væntanlega heiðursfélagi hjá kvennahreyfingum landsins.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.8.2010 kl. 10:57

6 identicon

Góðann daginn.

Ert þú ekki sá sami og setti inn afar skemmtilegt facebook-komment um daginn þar sem þér tókst einhvernveginn að halda fram að sem samfylkingarkona væri Katrín Júlíusdóttir "kona sem kyngir"? Og toppaðir þarmeð hverja þá kvenfyrirlitningu sem ég hef nokkru sinni séð á þeirri ágætu samskiptasíðu, og er þá ekki við lítið að keppa?

Það er óþarfi að svara þessu kommenti, því mér er satt að segja fokksama.

Þorsteinn Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 11:06

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þorsteinn, vinsamlega hafðu kynóra þína fyrir sjálfan þig.

Páll Vilhjálmsson, 27.8.2010 kl. 11:09

8 identicon

Maður verður nú meira hugsi hversu vanhæf og ónýt þessi stjórn ÍLS er enda svona stjórnarsetur yfirleitt talið til bitlinga sem ráðherra hefur til úthlutunar

Sennilega best að endurskrifa lögin um ÍLS og hafa enga stjórn
hún ber enga ábyrgð á neinu hvort sem er

Grímur (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 11:12

9 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Með einhverjum fyrirheitum um kynjajafnrétti, opna og heiðarlega stjórnsýslu o.s.frv. náði flokkurinn að komast í ríkisstjórn með flokki sem Samfylking á návkæmlega ekkert sammerkt með.

Ég held að samfylkingin eigi bara ekkert samasem merki með neinu flokki, ekki gátu þau unnið með Sjálfstæðisflokknum og ekki geta þau unnið með Vinstri Grænum, þarf ekki bara að losna alveg við þennan flokk og þá sem eru í honum úr stjórnmálum!!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.8.2010 kl. 11:14

10 identicon

Hvaða rugl er þetta. Þetta kemur kynjamisrétti ekkert við. Ásta hefur margfalt minni menntun og reynslu heldur en Yngvi Örn á þessu sviði. Og hún veit það að hún mun aldrei komast í gegnum hlutlausa valnefnd nú þegar stjórnin sem hún þekkir persónulega sér ekki um ráðninguna. ILS er í mjög slæmum málum og það gerðist á vakt þessarar stjórnar og Ástu. Svo er nú ennþá meira rugl að gera þetta að einhverju pólitísku máli, Yngvi er ekki í samfylkingu og hefur unnið með öllum flokkum í stjórn í gegnum tíðina. Hann er ráðinn sem verktaki í afmarkað verkefni hjá félagsmálaráðherra og leysir það verk vel af hendi og þá er hann allt í einu kominn "á spena ráðuneytisins" og orðinn "flokksgæðingur". Snýst þetta ekki um að fá hæfasta einstaklinginn í starfið? Ásta er fínn vélstjóri, það vita þeir sem þekkja hana en hún er enginn skipstjóri og eins og staðan hjá ÍLS er í dag er sko þörf á hörkuskipstjóra!

Lára (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 11:23

11 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Lára, varla bráðvantar okkur mann í Íbúðarlánasjóð sem var meðhlaupari í útrásinni og eftir hrun reyndi að fá sérmeðferð fyrir fallna auðmenn?

Páll Vilhjálmsson, 27.8.2010 kl. 11:34

12 identicon

Þið verðið náttúrulega að átta ykkur á því að Páll er áróðursmeistari Sjálfstæðisflokksins.  Hann er á launum við að hrauna yfir þá sem vilja skoða aðild að Evrópusambandinu og hann veit vel að ef nógu oft er hamast á ósannindum, þá smátt og smátt verða þau að sannleika.  Með því að lesa hann og kommentera eruð þið að hjálpa honum í þessu átaki sínu.

 Páll er sorakjaftur sem enginn á að lesa.

Joe

Joe McCarthy (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 11:36

13 identicon

Lára, þú segir að valnefndin sé hlutlaus. Ég ráðlegg þér að rannsaka málið aðeins betur áður en þú ferð með svona fullyrðingar.

Bríet Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 12:13

14 identicon

Vissulega er Yngvi Örn vel menntaður og með mikla reynslu. Það má hins vegar deila um hversu nytsöm sú reynsla nýttist honum í starfi hjá Landsbankanum. Það eru líklega ekki allir tilbúnir að kvitta upp á árangurinn hjá honum á þeim bænum.

Ef málið er svona augljós, að Yngvi Örn er þessi framúrskarandi flinkasti bankamaðurinn í hópi umsækjenda, af hverju er þá búið að taka hálft árið að ráða manninn í djobbið? Hvað er þetta að þvælast fyrir þeim sem taka ákvarðanir? Af hverju þurfti ráðherrann að taka völdin af þeim sem voru búnir að taka ákvörðun um að ráða konuna, og setja nýja nefnd yfir þá sem voru ráðnir til að velja hæfasta einstaklinginn í starfið?

joi (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 12:18

15 identicon

Burt með alla mútuþegana á þingi og í ríkisstjórninni.

VIÐ LÁTUM EKKI BJÓÐA OKKUR ÞETTA LENGUR.

Karl (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 12:49

16 identicon

Ja ljótt er það þegar skítadreifarar Samfylkingunnar er farnir að kalla sig eftir einum versta skoðanakúgara heimssöunar Joe McCarthy !!! 

Hann notaði einnmitt þessa aðferð "þið eruð þjóðhættulegir leigupennar og kommunistar"og hélt sögufræg skoðanaréttarhöld þar sem menn voru hundeltir fyrir skoðanir sínar og ofsótti. Kannski er það næsti leikur hjá Kjötkötlu ríkisstjórninni að banna ákveðnar skoðanir.

Sveinn (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband