Ríkisstjórnin lifir - frá degi til dags

Ögmundur Jónasson fer ekki í ríkisstjórn í stað Jóns Bjarnasonar og jafnframt segir hann að enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér þegar líf ríkisstjórnarinnar er annars vegar. Af orðum Ögmundar má ráða að ríkisstjórnin gæti hugsanlega lifað af ef umsóknin um aðild að Evrópusambandinu verði slegin af. 

Þegar það rennur upp fyrir þeim sem ekki vita að Evrópusambandið býður aðeins upp á eitt ferli inn í sambandið og það er aðlögunarferli þá er sjálfhætt með umsóknina.

Ríkisstjórnin er í gjörgæslu á meðan umsóknin er enn í Brussel.


mbl.is Ögmundur vill að ríkisstjórn lifi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ögmundur þarf að hugsa sig vel um áður en hann fellir stjórnina. Það er ekki víst að hann verði guðfaðir annarar ríkisstjórnar í framtíðinni.

Gísli Ingvarsson, 26.8.2010 kl. 18:56

2 identicon

Og er það það sem skiptir vinstri menn öllu máli að halda völdum, hvað sem það kostar?  Sama hversu hörmulega þeir hafa staðið sig og allt komið í hund og kött?  Þjóðin er algert aukaatriði.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 20:12

3 Smámynd: Elle_

Veit ekki hvort þetta átti að vera hótun í no. 1, en hver er guðfaðir,  valdhafi eða valdstýra er bara ekki það sem málið snýst um.  Jóni Bjarnasyni og Ögmundi Jónassyni fer stórkostlega illa að styðja valdníðslustjórnina. 

Elle_, 27.8.2010 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband