Seðlabankinn gjaldfellir aðildarrök

Ein helstu rök aðildarsinna eru að krónan sé kreppuvaldur og evra ylli síður efnahagsþrengingum. Aðalhagfræðingur Seðalbanka Íslands flutti erindi í dag þar sem stoðum var kippt undan helstu hagfræðirökum fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu. 

Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands hélt í dag erindið „Hið fjármálalega gjörningaveður 2007-9: Af hverju fauk Ísland um koll en önnur lönd sluppu betur?"

Niðurstaða Þórarins er að stærð mynta og myntsamstarf skýri ekki kreppuástand hagkerfa. Lítil mynt eins og íslenska krónan er ekki kreppuvaldur. Þvert á móti er sveigjanleikinn sem fæst með krónunni ástæða fyrir því að kreppan varð ekki eins alvarleg hér og víða í Evrópu.

Stærð bankakerfisins á Íslandi var meginástæða kreppunnar. Krónan hamlaði stærð bankakerfisins. Ef evra hafði verið gjaldmiðill hér á landi eru líkur á að bankakerfið hefði orðið enn stærra og skellurinn eftir því meiri.

Eigendur bankanna voru sammála þessari greiningu aðalhagfræðings Seðlabankans. Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings og Jón Ásgeir Jóhannesson helsti eigandi Glitnis gengu báðir fram fyrir skjöldu og kröfðust upptöku evru til að bankakerfið mætti stækka meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vellur hver vitleysan hjá þér á eftir annari !

Ekki vil ég fara með þér til Evrópu !

JR (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 22:19

2 identicon

JR (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 22:19

Þú ert í Evrópu ef það hefur farið fram hjá þér !

BNW (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband