Föstudagur, 13. ágúst 2010
Slökkviliðsmenn sjálfum sér verstir
Launadeila slökkviliðsmanna er rekin forsendum sem ganga ekki upp. Þeir neita að upplýsa launakröfur sínar og taka flugfarþega í gíslingu til að þvinga fram ótilteknar launahækkanir. Óhugsandi er að ríkisvaldið láti undan kröfum slökkviliðsmanna enda yrði það ávísun á ófriðarbál á vinnumarkaði.
Í gildi er þegjandi samkomulag um að halda friðinn á vinnumarkaði á meðan þjóðin réttir úr kútnum eftir hrunið.
Slökkviliðsmenn eru full bráðir að sækja sér kjarabætur. Kannski er þeim vorkunn. Þeir eru þjálfaðir til að mæta snemma á vettvang.
Hleypa farþegum ekki út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kjarasamningar hafa verið lausir síðan um mitt ár 2009 og þér finnst þeir vera full bráðir á sér!!
Styð þá heils hugar enda ein mikilvægasta stétt þjóðfélagsins.
Heimir (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 15:37
Ég styð þessa menn í sinni kjarabaráttu.
En að hleypa ekki farþegum út og fleira í þeim dúr. Set spurningamerki við svoleiðis vinnubrögð.
ThoR-E, 13.8.2010 kl. 15:43
Ég styð kjarabaráttu þeirra heilshugar.
Mín reynsla af sjúkraflutningamönnum er sú að þarna fara miklir fagmenn og ég tel að þeir eigi meira skilið.
Þessar aðgerðir þeirra eru þó til skammar og þær þarf að stoppa undir eins. Það má líkja þessu við ósmekkleg mótmæli vörubílstjóra hér fyrir skömmu. Þetta kemur kjarabaráttu þeirra ekkert við.
Tryggvi (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 16:23
Tryggvi, eiga ekki flestar starfsstéttir meira skilið? (fyrir utan bankabéusa og oflaunuð möppudýr).
Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 16:53
Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að flugöryggi snýst um glaða og vellaunaða brunaliðsmenn
Huckabee, 13.8.2010 kl. 16:54
Ég styð kjarabaráttu þeirra. Á meðan verið er að greiða mönnum sem sett hafa heilu fjármálastofnanirnar á hausinn 260 miljónir í starfslokasamningi á ári. Og lögfræðingar komast upp með að taka minnst 24000 krónur á tímann þá er ekki hægt að höfða til samábyrgðar láglaunamanna eins og slökkvisliðsmanna!
María Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 18:30
ég veit ekki betur sem venjulegur verkamaður í láglaunastarfi að mínar kjarabætur séu frystar vegna lélegrar stöðu fyrirtækja og ríkis í landinu og ég sé ekki afhverju þeir eiga að fá hækkanir frekar en lögreglumenn eða aðrir bara af því að samningar séu lausir hvað voru lögreglumenn búnir að vera samningslausir lengi (ef þeir eru þá komnir með samninga)
En mitt álit er að allir eigi að fá borgað mannsæmandi laun
Og því segi ég við alla sem berjast fyrir betri kjörum..... lifi byltingin :)
Jónas Harðarson, 13.8.2010 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.