Vilhjálmur og bananalýðveldið

Bananalýðveldi eru ríki sem háð eru einhæfri landbúnaðarframleiðslu og undir hæl útlendra stórfyrirtækja. Hugtakið er ættað úr Suður-Ameríku þar sem bandaríska stórfyrirtækið United Fruit réð lögum og lofum í ríkjum á borð við Honduras.

Þegar formaður Samtaka atvinnulífsins, Vilhjálmur Egilsson, segir íslensku ríkisstjórnina tileinka sér stjórnsýslu bananalýðveldis með því að koma í veg fyrir útlenda yfirtöku auðlinda snýr hann veruleikanum á hvolf.

Vilhjálmur óskar sér bananalýðveldis. Útrásarauðmennirnir Hannes Smára og Jón Ásgeir, sem settu Vilhjálm í embætti, eru á flótta og Vilhjálmur þarf nýja herra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Tja, það er í það minnsta eitthvað bogið við stjórnkerfi þessa lands sem kallað er Ísland er það ekki?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 2.8.2010 kl. 14:53

2 identicon

Satt er það Arinbjörn.  En Vilhjálmur veit klárlega ekki hvað banalýðveldi er og hann er sannanlega ekki til í að ganga í þær breytingar hér sem þörf er á.  Enda  ávallt verið í vernduðu umhverfi og vill halda sér þar áfram.

itg (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 15:19

3 identicon

Allt hans athæfi virðist einmitt benda til þess, að hann vilji hér alvöru bananalýðveldi, en fyrst hann kemur ofanúr Siglufjarðarskarði, er ekki víst að hann geri sér grein fyrir því sjálfur. Yfirlýsingar hans eru oft samhengislausar og furðulegar, eins og þessi nýjasta: Kreppan er búin!

Robert (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband