Sunnudagur, 25. júlí 2010
Lýðræðishallinn í Brussel
Tveir reyndir blaðamenn kveðja Brussel í sumar og skrifa að skilnaði samantekt um stöðu Evrópusambandins. Báðir eru blaðamennirnir hlynntir tilrauninni með Evrópusambandið og vonast til að hún heppnist. Efasemdir beggja snúa fyrst og fremst að lýðræðishalla Evrópusambandsins.
Tony Barber sá um Brussel-skrifstofu Financial Times þangað til í sumar. Hann segir Evrópusambandið standa frammi fyrir þrem áskorunum. Í fyrsta lagi að stuðla að friði og hagsæld í nærsveitum; Balkanskaga, Tyrklandi og Úkraínu. Í öðru lagi að gyrða sig í brók í efnahagsmálum og loks er það lýðræðishallinn sem er átakanlega nakinn.
Dálkahöfundur Karlamagnúsar í Economist (nafnleynd er á blaðamönnum tímaritsins) rifjar upp merkisatburði í lífi Evrópusambandsins á vaktinni hans sem stóð í fimm ár. Lýðræðishallinn er honum nærtækur og hann segir örsögu um viðbrögðin í Brussel við írska nei-inu í þjóðaratkvæðinu um Lissabon-sáttmálann 2008.
Sitting on a gilt armchair in a panelled stateroom, I was told by the head of a Brussels think-tank that the Irish result proved the idiocy of putting EU treaties to the people. Fucking voters, he declared, languidly extending one arm so the hovering steward could refill his champagne glass. I mean, fucking voters, what do they know? I still wish I had walked out.
Þegar skynsamir aðildarsinnar eru gangrýnir á framtíð Evrópusambandsins er kannski ástæða til að þjóðir á jaðri álfunnar íhugi sinn gang og dragi tilbaka vanhugsaða aðildarumsókn.
Athugasemdir
Evrópa er að búa til enn eina söguna um Animal Farm þar sem svínin búa í Brussel.
Í guðana bænum landsmenn allir, við höfum annað betra að gera en að fóðra þau svín.
jonasgeir (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 11:18
Umsókn Samfylkingar er bara skipulagt undanhald. Núna fyrst höfum við raunhæfa möguleika til að rétta af lýðræðishallann á Íslandi og það hræðist stjórnmálaelítan
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.7.2010 kl. 12:41
Sammála jónásgeir
spritti (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 13:48
Það vissu flestir að Jóhanna er kjáni, en að Steingrímur væri slíkur lyga mörður sem hann er, var ekki tekið með í reikninginn.
Evrópusamband gæti verið allt í lagi en þá þarf að breyta því. Það eru ekki við sem þurfum að breyta okkur það er Evrópusambandið sem þarf að breyta sér til að vera viðunnandi fyrir okkur og fleirri.
Hrólfur Þ Hraundal, 25.7.2010 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.