Mánudagur, 12. júlí 2010
Samfylkingin og siðlaus stjórnsýsla
Forysta Samfylkingarinnar pantaði niðurstöðu nefndar um erlendar fjárfestingar enda var iðnaðarráðherra Samfylkingarinnar búinn að lofa stuðningi sínum við Magma-málið.
Ásgeir Margeirsson var forstjóri Geysir Green þegar Glitnir og FL group, Jón Ásgeir Baugsstjóri, Hannes Smárason og fleiri, ætluðu að gera út á íslenskar orkuauðlindir. Eftir REI-klúðrið sem felldi meirihlutann í Reykjavíkurborg fengu með sér þekkta fjárfesta s.s. Ólaf Jóhann rithöfund og Wolfenson-fjölskylduna.
Í októberhruninu 2008 hrökkluðust fjárfestar frá Geysi Green. Íslandsbanki, sem var reistur á grunni gjaldþrota Glitni, ákvað að halda orkuútrásinni áfram og keypti hlut Ólafs Jóhanns og fleiri. Ásgeir var áfram forstjóri.
Í iðnaðarráðuneytinu var fundað árið 2009 um hvernig mætti halda verkefninu áfram. Þar var m.a. rætt um skúffufyrirtæki í Svíþjóð til að komast hjá íslenskum lögum.
Ásgeir Margeirsson sagði upp störfum hjá Geysir Green. Tveim mánuðum síðar er Ásgeir kynntur sem forstjóri Magma á Íslandi.
Kennitöluflakkið, þar sem Geysir Green er sett í gjaldþrot og nýtt fyrirtæki stofnað um sama verkefni, er í skjóli iðnaðarráðuneytis
Stjórnsýsla sem tekur þátt í kennitöluflakki og sýndargjörningum er siðlaus.
Athugasemdir
Páll - Hornsteinninn að Magma á Íslandi var þá lagður af þá verandi iðnaðarráðherra Össuri Skarphéðinssyni undir handleiðslu ESB...........?
Benedikta E, 12.7.2010 kl. 10:21
Hvernig skuldi áreiðanleikamat Samfylkingarinnar á nýstofnaða sænska skúffufyrirtækinu hafa hljóðað?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.