Miðvikudagur, 30. júní 2010
Við hrunið fækkaði fátækum
Þegar skorti á nauðþurftum sleppir er fátækt hlutfallsleg. Við hrunið fækkaði fátækum vegna þess að viðmiðið snarlækkaði við það að meint auðæfi margra gufuðu upp. Björgólfarnir, Jón Ásgeir, Hannes Smára, Existabræður og fleiri skilgreindu fátækt með auðlegð sinni.
Eins mótsagnakennt og það kann að hljóma er enginn vafi á því að fátækt er minni á Íslandi í dag en fyrir hrun. Líkur eru á að hópurinn sem þarf aðstoð til að eiga fyrir nauðþurftum sé álíka stór og hann var á veltiárunum. Munar mest um að atvinnuleysi óx ekki eins og margir óttuðust.
Þeir sem áttu vel til hnífs og skeiðar en gátu ekki veitt sér nema brot af ljúflífsstíl efnafólksins eru eftir hrun í betri málum. Vöruúrval og verðlag tekur ekki lengur mið af útrásartekjum heldur almennum launatöxtum.
Hrunið verður okkur blessun.
Búa á betur að fátækum í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er mikið til í þessu hjá þér
Sævar (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 23:57
Talaðu við Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálparstarf kirkjunnar og skrifaðu svo annan pistil um minnkandi fátækt.
Guðmundur St Ragnarsson, 1.7.2010 kl. 01:31
Ekki verð ég var við það, síðast liðna mánuði ef ég ekki átt pening fyrir mat hef orðið að sníkja mér að borða.
Matti (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 01:32
Já, samkvæmt jafnaðarhugsjón skógarhöggsmannsins. Þegar búið er að jafna allt við jörðu öfundast hlynurinn ekki lengur út í eikina. Stefán Ólafsson hlýtur að hafa öðlast nirvana.
Andrés Magnússon, 1.7.2010 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.