Kerfið, samfélagið og við

Stundum er kerfið ópersónulegt vald sem lýtur eigin lögmálum og situr yfir hlut einstaklinga. Á öðrum tímum er kerfið safn af reglum og viðmiðunum sem við höfum þróað með okkur og er réttnefnt samfélag.

Hæstiréttur úrskurðaði gengistryggð lán ólögmæt. Við það lækkaði höfuðstóll lána, um það er ekki deilt, heldur um hitt hvaða vexti lægri höfuðstóll á að bera. Tilmæli Seðlabanka og Fjármálaeftirlits er að miðað skuli við stýrivexti Seðlabanka en ekki samningsvexti.

Hæstiréttur mun í haust úrskurða um réttmæti þessara tilmæla. Úrlausnarefnið er í samfélagslegum farvegi. Við skulum gleðjast yfir því. 


mbl.is Tala máli kerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glaði Páll gleðst yfir óförum annara, gjaldþrotum, sundrung fjölskyldna og sjálfsvígum. Skaði sem því miður verður aldrei hægt að bæta. Glaði Páll gleðst yfir því að samfélagssáttmálinn skuli nú verða rofinn og hver og einn fari nú að þeim lögum sem hann ákveður sjálfur að skuli gilda fyrir sig, það er svo sem fordæmi fyrir því í Íslendingasögunum þegar menn voru að höggva mann og annan. Hverju verða menn svo bættari með því að eiga reiknaða vexti sem aldrei verða greiddir? Synd og skömm að nú sé búið að blása til strýðs og óaldar í boði Jóhönnu og Steinbíts

tesco (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 16:06

2 identicon

Þeir sem skulda gengislán eru ekki bættari með þessum tilmælum. Hins vegar eru þessi tilmæli fyrsti vísir að fasískum stjórnarháttum.

marat (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 16:18

3 identicon

án þessara tilmæla þurfa meirihluti þjóðarinnar sem tóku lögleg lán að borga stórna hluta hinna í gegnum ríkissjóð auk þess að krónan fellur sem bætir meira á þessi löglegu lán, það er með öllu óliðandi og alls ekki sangjarnt.

joi (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 18:47

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ekki tapa ykkur í innbyrðis stríði það er það sem þessir fasistar vilja!

Mætumst á miðri leið svo allir geti vel við unað eða allavega betur, tillaga mín er sú að vextir á lánum verði jafnaðir út og verðtrygging afnumin í áföngum ef ekki þá verðtrygging sett á laun því að ef laun eru ekki verðtryggð þá myndast gjá milli láns og launa eins og raunin er í dag það er ekki sanngjarnara en að ólögleg erlend lán urðu rán!

Sigurður Haraldsson, 1.7.2010 kl. 11:53

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Viðbót: "Að ólögleg erlend lán urðu rán" er ekki heldur sanngjarnt!

Sigurður Haraldsson, 1.7.2010 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband