Krónan og evran, Ísland og Írland

Frændþjóðirnar Ísland og Írland urðu báðar fyrir efnahagslegu hruni eftir þensluskeið. Írland er í Evrópusambandinu og með evru sem gjaldmiðil á meðan Ísland stendur utan og býr að krónu. Ísland sér fyrir endann á kreppunni. Ástandinu á Írlandi er lýst með þessum hætti á Evrópuvaktinni

Þrátt fyrir, að Írar hafi snemma ráðizt í mikinn niðurskurð á opinberum útgjöldum og hækkað skatta sjást engin merki um verulegan efnahagsbata að því er fram kemur í New York Times í dag. Samdráttur í efnahagslífi Íra nam 7,1% á síðasta ári og engin merki um hagvöxt. Atvinnuleysi í landinu nemur 13% sem þýðir að 4,5 milljónir Íra ganga atvinnulausir. Um 5,3% hafa verið án atvinnu í meira en ár.

Hvorki Evrópusambandsaðild né evra hjálpar Írum.


mbl.is Kreppunni lokið segir AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er spurning hvaða aðferð er best til að dreifa byrðum og jafna lífskjör. Sjálfstætt gengi er að mjög mörgu leyti gott til þess þó að það sé ekki gallalaust. Það er mjög líklegt að margir Írar finni ekki fyrir kreppunni þar sem þeir vinna t.d. hjá ríkinu og hefur ekki verið sagt upp. Þeir fá sínar evrur og ekkert múður og þurfa ekki að taka þátt nema að litlu leyti. Að skuldsetja sig út úr kreppum er dauðadómur. Að draga saman og setja fólk út af vinnumarkaðnum í kreppum (og engir möguleikar á nýsköpun því gjaldmiðillinn hjálpar ekkert)er líka vonlaus leið. Eigin gjaldmiðill mundi laga ástandið hraðar en aðrar aðferðir, ekki spurning.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 10:21

2 Smámynd: Jón Halldór Eiríksson

Að hlusta á tal um efnahagsbata úr munni sendiboða AGS er ótrúverðugt svo ekki sé sterkar að orði kveðið.

Kaupmáttur hefur rýrnað, kjör almennings versna með degi hverjum, atvinnuleysi viðvarandi, verðbólga viðvarandi, skattar og álögur hækka og svo mætti lengi telja. 

Fari íslenska krónan norður og niður.

Jónas er með þetta.

Jón Halldór Eiríksson, 29.6.2010 kl. 10:34

3 identicon

Eru 4,5 milljónir manna atvinnulausar á Írlandi?

HA?

Hvernig getur það verið?

Hvað búa eiginlega margir á Írlandi?

Ég hélt að það væru rúmar sex milljónir.

HVAÐA VITLEYSA ER ÞETTA?

Karl (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 11:36

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Evrópuvaktin hefur stillt kommuna á skakkan stað, 450 þúsund á talan líklega að vera. En sú tala er svo sem nógu slæm...

Kolbrún Hilmars, 29.6.2010 kl. 12:22

5 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

@ Jón Halldór Eiríksson, 29.6.2010 kl. 10:34

Það sem Jónas vísvitandi nefnir ekki er að sveigjanleikinn með Evru hefði komið fram í massífu atvinnuleysi og engri nýsköpunar, innlend framleiðsla hefur ekki hækkað eins og sú innflutta og hefur það auðveldað Íslendingum mjög svo róðurinn í "lífskjara rýrnun" krónunnar.

Að vísu eru innfluttar vörur dýrar en samt virðist sem verslunin hafi, í mörgum tilfellum, tekið þessa hækkun á sig eða boðið ódýrari útgáfur af vörum.

Eggert Sigurbergsson, 29.6.2010 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband