Einangraður jaðarflokkur í stjórnarforystu

Samfylkingin er jaðarflokkur í stjórnmálum og getur ekki haldist lengi á forystu fyrir ríkisstjórn. Samfylkingin kaus að skilgreina sig sem Evrópusambandsflokk og fékk 29 prósent atkvæða út á það við síðustu þingkosningar. Stjórnmálaklækir voru nýttir til að véla forystu Vg til að svíkja stefnu flokksins og fallast á Brussel-leiðangur með Samfylkingunni.

Í Evrópumálum skákaði Samfylkingin í því skjóli að Sjálfstæðisflokkurinn hafði ekki ótvíræða stefnu í málinu. Samfylkingin gat hótað Vg að sækja fulltingi við umsókn um ESB hjá Sjálfstæðisflokknum. Eftir helgina er það ekki lengur hægt. Afgerandi afstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins gegn ESB-aðild og karfa um að umsóknin verði dregin strax tilbaka tekur af öll tvímæli.

Samfylkingin mun hanga í ríkisstjórn eins og hundur á roði. Krafa um afsögn ríkisstjórnarinnar mun hins vegar verða æ háværari. Forysta Vg fékk skýr skilaboð frá grasrótinni um helgina að feigðarflanið til Brussel er án fyrirheits. 

Stjórnmálastaðan er þannig að margir leita að tilefni til að binda endi á lífdaga stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Leitin ber árangur fyrir næstu áramót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingin er ekki jaðarflokkur í neinum skilningi. Ég ætla að gefa mér það að Páll trúi ekki ruglinu sem hann skrifað. Fyrir síðustu kosningar lagði flokkurinn mikla áherslu á Evrópumálin. Það var ljóst að flokkurinn gat ekki myndað stjórn nema að þessi mál væru sett á dagskrá. Vg hafði valið og hann kaus að mynda stjórn. Nú getur Páll þrástaglast á því að forustan hafi svikið kjósendur sína. það er þá mál sem forystumenn VG og almennir flokksmenn verða að meta og gera upp. þeir þurfa engan hægrisinnaðan "blaðamann" til að segja sér það. Nú hlýtur Páli að vera það ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er að klofna. Það hefur gerst áður en þá tengt perssónum. Nú ráða málefnin. kannski eru Evrópusinnar í flokknum 25% flokksmanna og fylgismanna. Það er alveg ljóst að þeir munu ekki allir láta valta yfir sig eins og gert var á auka-landsfundi. það mun koma í ljós á næstu mánuðum. Rúmlega 500 manns kusu Bjarna á landsfundinum. það eru því hrein öfugmæli að segja að kosningin hafi verið afgerandi. Andstæðingar ESB aðildar ákváðu hins vega að láta til skarar skríða og knýja fram eindregna afstöðu. það er meira en formaðurinn hefði nokkurn tíma getað gert. merkasta ályktun fundarins var samþykkt með afgerandi meirihluta. Skorað var á þá forystumenn flokksins sem þegið hefðu óhóflega styrki að víkja til hliðar. Í upphaflegu tillögunni voru nöfn nefnd en mig grunar að það séu sálufélagar Páls og hegðun þeirra muni verða í samræmi við það.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 18:17

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hrafn það munu aðeins örfír yfirgega Sjálfstæðisflokkinn yfir einarðri andstöðu þeirra við ESB aðild. Hinns vegar munu margir fylkja sér um flokkinn í staðinn.

ESB aðild nýtur einskis fylgis hvorki innan stjórnmálaflokkanna eða annrarsstaðr !  A'eins meðal fjölmiðlafólks sem löngum hefur stutt ESB aðild er reynt að gera málin tortryggileg ! Sem þau eru alls ekki. ESB aðild var hafnað af 97% Sjálfstæðismanna á landsfudndi þeirra í dag, hverjir geta þá leyft sér að tala um klofning.

Gunnlaugur I., 27.6.2010 kl. 18:54

3 identicon

Það mun koma í ljós hversu margir munu yfirgefa flokkinn vegna ESB. Það mun einnig koma í ljós hversu margir munu endanlega yfirgefa flokkinn vegna spillingarmála. Það er ljóst að það er þung undiralda í flokknum sem vill mikla endurnýjun í forystuliði flokksins. Ef slík endurnýjun á sér ekki stað mun fylgið halda áfram að hrynja af flokknum. Fylgi flokksins er í sögulegu lágmarki bæði á landsvísu og í höfuðborginni. það er sérkennileg skoðun að fjölmiðlafólk sé sérstaklega hlynnt ESB!! Þú gerir þér væntanlega grein fyrir því Gunnlaugur að Ísland hefur að verulegu leyti gert löggjöf ESB að sinni í gegnum EES samninginn. Jákvæð afstaða ASÍ til ESB skýrist af þessu. Öll löggjöf um vinnumál , fjármál og viðskipti er ESB löggjöf. ísland er nánast gengið í ESB , Gunnlaugur.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 22:23

4 Smámynd: Elle_

Ísland er EKKI nánast gengið í Evrópubandalagið, Hrafn, því fer fjarri og við lútum ekki stjórn þeirra.  Merkilegt þó hvað þetta sjónarmið heyrist oft í þeim sem þangað vilja. 

Elle_, 28.6.2010 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband