Föstudagur, 25. júní 2010
100 manns í vinnu við lögbrot
Samantekin ráð fjármálafyrirtækja að virða lög að vettugi og bjóða gengistryggð lán vitandi að þau voru ólögleg er vitnisburður um lögleysuna sem þreifst á útrásartímum. Hádegisfrétt RÚV í dag tekur af öll tvímæli; lögbrot voru framin af yfirlögðu ráði. Ein afleiðing dóms Hæstaréttar er að útrásarafgangar eins og Lýsing og SP fjármögnun fari í þrot.
Samkvæmt heimasíðum fyrirtækjanna starfa hjá þeim 100 manns. Viðbrögð forstjóra annars þeirra, um að ríkið bæri ábyrgð á ólögmætum lánum, sýna að bankafólk margt er enn í útrásarheimi þar fjármálastofnanir eiga rétt á að fara sínum fram en ríkið eigi að taka ábyrgð ef illa fer.
Dómur Hæstaréttar felur í sér gjaldþrot bílalánafyrirtækjanna. Við þeirri niðurstöðu á ekki að hrófla.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.