Fimmtudagur, 17. júní 2010
Samfylkingin skínandi dæmi um hroka
Ingibjörg Sólrún fyrrum formaður Samfylkingar sagði í vetur að enginn pólitískt forysta væri fyrir ESB-umsókn Íslands. Utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, undirstrikar forystuleysið með því að stöðugt vísa í þingsályktun alþingis frá 16. júlí 2009 sem leyfði ríkistjórninni að sækja um aðild.
Þingmenn úr öllum flokkum utan Samfylkingar hafa lagt fram tillögu að þingsályktun um að Ísland dragi umsóknina tilbaka. Það er í samræmi við margkannaðan vilja þjóðarinnar.
Samfylkingin er vinsamlega beðin að láta Evrópusambandið vita að það sé ekki heppilegt við núverandi kringumstæður að gera Ísland að formlegu umsóknarríki. Og hvað gerir Samfylkingin? Jú, hún forherðist. Össur Skarphéðinsson er búinn að liggja í vini sínum Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar og fá hann til að setja Ísland á matseðil leiðtoga Evrópusambandsins.
Óbornar kynslóðir munu þakka Össuri og Samfylkingunni þessa þjóðhátíðargjöf.
Ráðherra biðji ESB að hinkra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei takk, ég vil sjá samning! Sem betur fer er landinu stjórnað eftir kosningum, ekki illa unnum skoðanakönnunum, sbr. nýjustu MMR skoðanakönnunina.
Gildandi samþykkt Alþingis kveður á um aðildarviðræður, svo skal gert. Sjáum svo samninginn og kjósum.
Gleðilega hátíð :)
Frk (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 11:26
p.s. ekki í samfylkingunni
Frk (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 11:27
Það sem er í boði er aðildarferli, ekki samningur í venjulegum skilningi þess orðs. ESB breytti um aldamótin inntökuferli nýrra ríkja. Ferlið heitir aðlögunarferli og gerist þannig að umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp lög og reglulesgerðir ESB.
Þegar að þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi stæðum við frammi fyrir orðnum hlut. Ekki beinlínis lýðræðislegt.
Páll Vilhjálmsson, 17.6.2010 kl. 11:49
Ég vil að við drögum umsóknina tímabundið til baka meðan hér fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla um, hvort haldið skuli áfram aðildarumsókn. Það er eini lýðræðislegi kosturinn í stöðunni. Ætla menn virkilega að leggjast í skotgrafir um nokkur ókomin ár um hvort stuðningur sé fyrir þessu ferli eða ekki?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.6.2010 kl. 11:59
Aðlögunarferlið snýst bara um að uppfylla skilyrði. Norsk stjórnvöld t.d. passa alltaf upp á að uppfylla skilyrði, ekki endilega til að ganga inn í sambandið, heldur af því að þetta eru skynsöm skilyrði sem ættu að vera uppfyllt í öllum vel reknum lýðræðisríkjum.
frk (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 12:25
Aðildarumsókn að ESB er því aðeins skynsamleg að viðkomandi ríki sé ákveðið í að ganga þar inn. Öll megin skilyrðin liggja fyrir. Í stuttu máli er ESB yfirþjóðlegt vald sem stofnar var í þeim tilgangi að tryggja frið á meginlandi Evrópu (einkum milli frakka og þjóðverja). Að sjá hagsmuni Íslands falla að ESB byggir á óskhyggju einni saman. Aðildarumsókn núna er frábærlega illa tímasett. Við höfum allt öðrum hnöppum að hneppa. Tíma og peningum er betur varið í önnur aðkallandi mál. Það þarf ekki að rökstyðja hygg ég.
Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 12:46
Já það er rétt, umsóknin er ekki nógu vel tímasett. Ætti að vera löngu búið að sækja um og við komin inn.
frk (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 12:50
Þið ESB fylgjendur skuluð nú fylgjast með framvindu mála þeirra ESB ríkja sem nú eiga í alvarlegum erfiðleikum. Í þeim átökum munu þið sjá nýja hlið á ESB. Fólk er úti á götum þúsundum saman í mótmælum og þar mætir það vopnaðri lögreglu sem við höfum ekki mikla reynslu af - ennþá.
Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 13:10
Við áttuum ekkert með að vera að sækja um þarna og samþykkið var pínt ólýðræðislega í gegn af einum gjörspilltum flokki með 29% heildarstuðning og hratt þverrandi.
Elle_, 17.6.2010 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.