Grín og alvara, olía og vatn

Grínvæðing borgarstjórnar er andóf gegn stjórnmálaflokkum og hvernig þeir starfa. Fábjánatal um ísbirni og tollahlið á Seltjarnarnesi eru sniðug en merkingarlaus umfram það. Gnarr og félagar eru sjálfskipuð hirðfífl sem draga dár að valdinu.

Allir óbrjálaðir sjá að Besti flokkurinn er best geymdur á hliðarlínunni þar sem hann gjammar. Það þurfti oddvita á barmi taugaáfalls, Dag B. Eggertsson, til að setja grínið í ökumannssætið í stjórnmálum borgarinnar.

Hanna Birna á að leyfa Degi og Samfylkingunni að klára málið og gera annað tveggja; leiða fíflaganginn til öndvegis eða hætta að taka mark á hirðfíflunum.

 


mbl.is Bjóða Hönnu Birnu að taka sæti forseta nýrrar borgarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er fábjánalegt við tollahlið? Íbúar á Seltjarnarnesi borga lægra útsvar en Reykvíkingar en sækja alla þjónustu í Reykjavík. Þessvegna er tollahlið fullkomlega eðlileg hugmynd. 

Arnþór (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 11:00

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Snilldarpistill – og Arnþór fer rangt með hér á undan.

Jón Valur Jensson, 11.6.2010 kl. 11:15

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Takk fyrir uppbyggilega og gagnrýna fjölmiðlun og umræðu. Meira svona.

Þakka stuðninginn.

Kv Ágúst Már

Einhver Ágúst, 11.6.2010 kl. 12:01

4 identicon

Þú ert að vanda málefnalegur :(

Sigríður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 14:51

5 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Það eru áratugir síðan, að raunhæft hefði verið að tæpa á tollahliði (!!). Sjálfstæðismenn á "Nesinu" voru með góða menn í forystu (Sigurgeir o.fl.), sem byggðu sveitarfélagið hratt og örugglega upp.

Best væri að láta Jón Gnarr og Dag B.halda leikritinu áfram.

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 11.6.2010 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband