Færeyingar hafna ESB-aðild

Forræði yfir auðlindum sjávar er meginástæðan fyrir því að Færeyingar telja ekki koma til greina að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Ný og ítarleg skýrsla, unnin af alþjóðlegri nefnd, fer ítarlega yfir þá kosti sem Færeyingar standa frammi fyrir í Evrópumálum.

Nefndin mat hvorttveggja möguleika á því að Færeyjar yrðu aðili að ESB í gegnum Danmörku eða sjálfstæður aðili. Hvorugt er talið heppilegt. Niðurstaða nefndarinnar er að tvíhliða samningur við ESB sé farsælasti samskiptaháttur milli aðila. 

Færeyingar, sem eru innan við 50 þúsund, hafa unnið vandaða skýrslu um Evrópumál og m.a. gert skipulega athugun á afstöðu ESB gagnvart smáríkjum og hvort smáríkin geti nálgast ESB sameiginlega.

Manndómsbragur er á Færeyingum í utanríkismálum. Það er annað hér heima. Össur Skarphéðinsson fór þá leið að leggjast undir fávísisfeld með sjálflýsandi ESB-merki, kom undan og sagðist hafa séð ljósið; Ísland ætti að sækja um ESB því það hentaði Samfylkingunni ágætlega.

Skýrslu Færeyinga um ESB má finna hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Færeyingar skv þessari greinargerð sem þú vitnar í telja að við núverandi aðstæður séu þeim einungis möguleg aðild að ES í gegnum Dani þar sem þeir hafa enga þá lagalegu stöðu að geta gerst sjálfstæður aðili einsog Íslendingar geta gert og eru reyndar. Ekki má gleyma því. Niðurstaða þín að þetta sé höfnun vegna þess að þeir vilji ekki er rétt. Réttara er að segja að þeir geta það ekki. Þeir geta ekki samið beint við ES um sínar sérþarfir heldur þarf það allt að fara í gegnum Dani sem þegar hafa samið um allt en það passar ekki Færeyingum. Leið Færeyinga yrði þvi að gerast fyrst sjálfstæð fullvalda ríki og sækja síðan um einsog núverandi ríkisstjórn Íslands hefur gert.

Fyrir þá sem skilja færeysku:

"Løgfrøðiligu fortreytirnar fyri EBS limaskapi eru heldur ikki til staðar. Føroyar eru hvørki limur í EFTA ella ES, sum er fortreytin fyri EBS limaska­ pi. Eisini er Danmark partur í EBS sáttmálanum. Sambært uttanríkispolitisku heimildarlógini er limaskapur í EBS tískil ikki gjørligur. EBS limaskapur hevði tó givið Føroyum atgongd til innmarknaðin hjá ES og til samstarv um útbúgv­ ing, gransking og mentan. Føroyar høvdu onga ávirkan havt á tær beinleiðis avgerðir, sum ES tekur. Fyrisitingarligi og fíggjarligi kostnaðurin av einum EBS limaskapi hevði eisini verið høgur."

Þetta finnst mér segja allt sem segja þarf. Þeir vilja en geta ekki. Íslendingar geta en vilja ekki?

Gísli Ingvarsson, 10.6.2010 kl. 13:03

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Mín niðurstaða er rétt, Gísli. Tilvísun þín er í umræðu um aðild Færeyinga að Evrópska efnahagssvæðinu, EES.

Í skýrslunni er niðurstaðan að ESB aðild komi ekki til greina, EES-aðild er ekki raunhæf, sbr. að ofan, en tvíhliðsamningar skynsamlegir.

Páll Vilhjálmsson, 10.6.2010 kl. 13:08

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta er mjög áhugavert og gætum við íslendingar orðið með vinum okkar F´reyingum í slíkum tvíhliða viðræðum þegar þjóðin hefur endanlega hafnað ESB innlimun Samfylkingarinnar.

Það er rétt hjá Gísla. Íslendingar geta gengið í ESB en vilja alls ekki !

Gunnlaugur I., 10.6.2010 kl. 13:16

4 identicon

Sú staðreynd að Össur Skarphéðinsson er utanríkisráðherra segir allt um íslenska Þjóð og íslenska pólitík.

Íslendingum verður ekki bjargað.

Steinunn (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 13:32

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er ekki rétt.  

Nefndin var fyrst og fremst að reyna að varpa ljósi á hvort betra eða einfaldara væri að gerast aðili að ESB (Eða ES eins og það er uppá færeysku) sem sjálfstæður aðili eða gegnum ríkjasamb. við Danmörk.

Niðurstaðan er að það er miklu fljótlegra og einfaldara í gegnum Danmörku og að efasamt er,  að það sé hægt á hinn veginn.  Það er aðalatriðið sem kemur fram þarna í máli nefndarinnar.

Einnig EES aðild (Eða EBS uppá færeysku)

Hinsvegar eru líka þarna álit ýmissa samtaka í færeyjum sem draga fram kosti og galla.

Ísl. verða nú að hafa í huga að færeyingar eru lítið inná svona sjalla fíflagangi í umræðuhefð eins og tíðkast mikið td. hér á moggabloggi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2010 kl. 14:17

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Færeyingar eru skynsamir. Það eru svisslendingar líka. Betur að íslenskir tækju sér þá til fyrirmyndar.

Mér finnst alltaf gaman að lesa skrifin hans Ómars Bjarka því hans skoðun er venjulega fjórða hliðin á máli sem hefur aðeins tvær og eina til vara.

Kolbrún Hilmars, 10.6.2010 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband