Þriðjudagur, 8. júní 2010
Jóhanna viðurkennir ósigur
Stjórnmálamenn viðurkenna aldrei ósigur, það sást í eftirmælum sveitarstjórnarkosninganna. Skortur á hreinskilni eru stjórnmálamönnum eðlislægur og verður þess vegna að draga ályktanir á ská út frá ummælum þeirra.
Stjórnmálamaður sem kveinkar sér er dauðans matur og því verr staddur sem embættið er valdameira. Eitt er þegar borgarfulltrúi eða þingmaður æjar undan ákúrum en þegar forsætisráðherra kvartar og kveinar undan meðferðinni er fokið í flest skjól.
Þegar forsætisráðherra, æðsti handhafi framkvæmdavaldsins, biðst vægðar er hann að viðurkenna ósigur. Síðustu daga játar Jóhanna Sig. vonlausa stöðu sína með ásökunum um einelti.
Þegar Jóhanna Sig. kemst loks í sumarfrí mun hún óska að það taki engan endi. Í haust mætir hún örlögum sínum og ríkisstjórnarinnar.
Athugasemdir
Ekki er ég hrifin af þeirri heilögu eða ríkisóstjórn hennar. Áhyggjur þínar af þessum pólitíska skrípaleik eru hinsvegar komin á það stig, að lyktin af leigupenna Bláu-handarinnar er orðin megn.
Dingli, 8.6.2010 kl. 22:21
"hef lengi heyrt umtalsverda gagnryni ur fjarmalageiranum á ad SI sé ekki faglega sterkur a svidi fjarmalastodugleika og hafi nu ordid faa innanbudar sem thekki til a lanamorkudum sbr. thad sem gerdist hjá Bayerische Landesbank. Hugsanlega tharf rikisstjornin ad styrkja sina adkomu. Bendi a Ynga Örn i Lsb. Gerdu svo Má Gudmundsson ad Sedlabankastjora i stad DO. Thad mun thykja traust. Hann hefur samböndin. Ég held ad thetta sé ákv ögurstund. Kv Isg"
Alveg var það merkilegt í Kastljósviðtalinu í gær, að Sigmar skyldi ekki muna eftir þessum smáskilaboðum frá Ingibjörgu Sólrúnu til Geirs Hilmars, 2. október 2008.
Baldur (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 22:31
Að mínu viti setti fréttastofu RUV niður, að taka þátt í gamaldags ásakana- skrípaleik sem þessum. Á annað hundrað vinnandi fólks, þingmenn og starfsfólk, eyðir vinnutíma sínum í að sitja undir svona skítaklepruleik þar sem ræpuapar keppa í drulluslag.
Væri SKK (og fleirum) ekki nær að gera þjóðinni til gagns og vinna fyrir laununum sem hún borgar honum? Ef hann heldur að Alþingi sé einka auglýsinga stofa fyrir hans einka-skrum, þá er það misskilningur.
Dingli, 9.6.2010 kl. 05:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.