Stríðið um sársauka kreppunnar

Félagsmálaráðherra vill henda sjö milljörðum króna í dauðadæmda ESB-umsókn en skerða laun opinberra starfsmanna. Gæluverkefni samfylkingarráðherra skulu njóta forgangs en lífskjör fólks eru skert. Togstreitan um hverjir eiga að bera þungann af skerðingunni er hafin.

Augljóst er að áður en hoggið er í velferðina þarf að skera góðærisfitulagið af opinberri umsýslu. Til að byrja með þarf að kippa umsókninni um ESB tilbaka. Ásamt heimkvaðningu ónauðsynlegra sendiherra í útlöndum með tilheyrandi lækkun húsnæðiskostnaðar og risnu.

Sameining háskóla þar sem Háskóli Íslands verður að rannsóknaháskóla en hinir starfsnámsháskólar er annað verkefni. Þriðja er að jafna við jörðu monthýsi Björgólfanna niður við höfn og tyrfa yfir.

Árni Páll félagsmálaráðherra þarf að sýna að hann sé tilbúinn að taka á sig sársauka af niðurskurði. Ef Árni Páll styður tillögu um að Ísland dragi tilbaka umsóknina um aðild að ESB gæti málflutningur hans orðið meira sannfærandi.

 


mbl.is SFR: Ætlar Árni Páll í stríð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hárrétt hjá þér. Raunin er einfaldlega sú að innganga í ESB verður felld núna. Eins og fyrir okkur er komið, er enginn vafi á því. En satt að segja skil ég ekki hve lengi þessi sendiherra- og sendiráðshíbýlismál eru látin danka svona. Getur verið að ráðherrar séu orðnir alvarlega veikir af þreytu og álagi? Eða vita þeir ekki sitt rjúkandi ráð?

Guðrún Ægisdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband