Miðvikudagur, 2. júní 2010
23% heimila í erfiðleikum, 77% í lagi
Nýjustu tölur um stöðu heimilanna segja að rúmur fimmtungur þeirra sé í vandræðum með fjármálin. Af þeim eru að minnsta kosti hluti krónísk vandræðaheimili þar sem fjármálin eru í ólagi hvort heldur í góðæri eða hallæri.
Það ætti ekki að vera ríkisvaldi og bönkum ofraun að bjóða sanngjarnar lausnir handa þeim sem sannanlega eru fórnarlömb hrunsins s.s. fólki sem keypti íbúðarhúsnæði á óheppilegum tíma.
Það er ástæða til að taka þeim tíðindum fagnandi að tæp 80 prósent heimila er með sína mál í lagi.
Staða heimilanna afar slæm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
mikill misskilningur... sumpart... Búið er að búa til ný "krónísk vandamálaheimili", því ríkisstjórnin hefur spilað út lausnum fyrir heimili sem ekkert áttu fyrir hrun, heimili sem skulduðpu fyrir hrun 80-100% skulda nú 110% af því þau fengu niðurfellingu að 110% af verðmati eignar sinnar, sem sagt tóku aðeins á sig 10-20% skuldaaukningu út úr hruninu. Heimili sem skulduðu t.d. í erlendu 50% af eign sinni, er líka boðin 110% leiðin, en málið er að fólk sem komið var í dýrari eignir OG NOTA BENE ÁTTI JAFNVEL 50% Í ÞEIM getur ekki tekið 110% leiðina, því hver getur keypt einbýli frá grunni og tekið nánast alla gengishækkunina á sig.
Svo eru mjög ósanngjarnar leiðir. T.d. er fólk sem tók lítil framkvæmdalán hjá SPRON þetta voru kúlur sem voru teknar fyrir lóðum til að fara að byggja á..... Málið er að SPRON er eini bankinn sem hreinlega veitir ekki nema í mesta lagi 15% leiðréttingu á svoleiðis lánum..... Fólk geldur þar af leiðandi þess að vera með lánin sín þar, í öllum öðrum bönkum er hægt að fá um 30% leiðréttingu á þessum lánum..... Það er nefnilega margt í þessu hér sem hann Árni hefur ekki reiknað út og er að valda gífurlegri mismunun á milli manna, svo maður tali nú ekki um sárindin og reiðina í kjölfarið
Helga , 2.6.2010 kl. 19:58
80% í lagi? Gott ef satt væri - það sem skekkir myndina um afkomu heimilina eru þau 35000 einkahlutafélög sem stofnuð hafa verið sl. 7-8 ár eftir að skattur á fyrirtæki var lækkaður og fjármagnstekjukattur sömuleiðis.
Lán, skuldbindingar og tekjur eru teknar í gegnum þessi félög en með persónulegum veðum.
Hin sanna tala um heimili í vandræðum er mun nærri 60% að mati Prófessorsins.
Sigur Besta bendir til að jarðvegur sé fyrir stjórnmálahreyfingu með mann á borð við Albert heitinn Guðmundsson í fararbroddi.
Pennastriksaðferðin!
Prófessor Mambó (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 20:35
Seðlabankinn er mikið fyrir það að falsa tölur og fegra þessa dagana, svo ég treysti liðinu þar ekki lengra en ég get kastað þeim. Hef t.d. heyrt að Seðlabankinn telji alla eldri en átján ára sem heimili, hvort sem þeir búa heima hjá sér eða hafa stofnað heimili.
Gáfulegt? Skekkir mikið myndina. Birti síðan fyrri skýrsluna í miðjum gosmekkinum svo það tæki örugglega enginn eftir því að staðan er það slæm að ekki einu sinni hið opinbera getur logið fram betri mynd.
Theódór Norðkvist, 2.6.2010 kl. 21:01
Hagsmunasamtök heimilanna segja að þær forsendur sem Seðlabankinn gefur sér til að fá þessar tölur, sé langt því frá að vera réttar. Ég óttast að þeir hafi rétt fyrir sér og að það sé miklu stærra hlutfall heimila sem er í vanda.
Valsól (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 21:23
"Það ætti ekki að vera ríkisvaldi og bönkum ofraun að bjóða sanngjarnar lausnir handa þeim sem sannanlega eru fórnarlömb hrunsins s.s. fólki sem keypti íbúðarhúsnæði á óheppilegum tíma."
Hér ert þú Páll inn á nokkru athyglisverðu, en vandinn er og hefur alltaf verið með slíkar lausnir, að þær eru svo stöðvaðar vegna þess að það "má ekki mismuna" og "menn eiga ekki að þurfa sanna fátækt sína" og svo renna allar skynsamlegar og réttlátar lausnir út í sandinn vegna svona "klisja"
MBKV "að utan"
KH
Kristján Hilmarsson, 2.6.2010 kl. 21:54
þetta sem páll er að segja er ekki tóm þvæla. það er nú því miður þannig að sumir kunna sér ekki hóf. Hafa ekki kunnað sér hóf og munu ekki kunna sér hóf. Dæmi. Ég þekki til hjóna sem voru með um 960þúsund í laun eftir skatta.
þau voru með tvo bíla. Land cruser 2007 og VW Passat 2008,hjólhýsi sem kostaði 2,4,sumarbústað og raðhús. þetta fólk fór svo út 3 til 4 á ári og borðuðu á veitngahúsum allar helgar. þetta fólk var og er með báða bílana á 60% myntkörfu og sama með restina af draslinu.
Hvað vilja menn segja um þetta? Halda menn að svona fólki sé viðbjargandi?? Ég bara get illa vorkent svona kjánum,því miður..
Meðan ég man,þau eru að missa allt. Langar e h þarna úti að hjálpa þeim?
óli (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 22:13
Nú komstu mér á óvart Páll. þú ert farinn að skrifa að yfirvegun og viti. Þetta sem þú segir sýnir tvennt a) það er búið að rétta af fjárhag fjölmargra heimila af rísstjórn og bönkum b) eins og óli segir að framan þá er öruggt að talsverður hlutur af þessum 23% sem ekki eru í lagi er sjálfsskaparvíti, ég þekkti æði mörg dæmi vinnu minnar vegna að allt of margir höguðu sér fjármálalega þannig að enginn mannlegur máttur gat bjargað þeim hvort sem ríkti góðæri eða hallæri.
Vona að sjá eitthvað fleira frá þér eftirleiðis annað en það sem ætíð hefur ráðið þinni orðræðu; yfirgengilegt hatur á Samfylkingunni
Það er aldrei gott að lát hatur ráða gerðum sínum, sama að hverju hatrið beinist.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 2.6.2010 kl. 23:06
Fyndið að sjá suma taka BB takta á erfiðleika heimila... þetta er vandræða fólk, sukkarar og rónar.... reykja og drekka frá sér allt vit.
Ég skammast mín fyrir ykkar hönd því þið eruð of ruglaðir til að gera það sjálfir....
Ég giska á að meira en helmingur heimila sé á vonarvöl... og það er ekki sjálfskaparvíti...
DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 23:13
Páll, tölur Seðlabankans innifela mikla skekkju varðandi framfærslukostnað og eru því einfaldlega rangar. Það er nær því að vera 50% heimila í erfiðleiku og jafnvel fleiri.
Marinó G. Njálsson, 2.6.2010 kl. 23:46
Ástandið versnar dag frá degi og ekkert er aðhaft meðan bankarnir græða á tá og fingri hvað ætlið þið að gera í því?
Sigurður Haraldsson, 2.6.2010 kl. 23:59
Ég misti manninn min 2 des 2007 ,keypti ódýrari íbúð mai 2088 ,er að missa hana ,ég er að missa sjálstæðið líka ,ég misti líka vinnunna ,ætlaði ekki að missa hana ,atvinnulaus í 8 mánuði ,það er mannskemmandi,ég er ein að reyna að berjast ,gengur ekki upp ,er að hætta að borga ,langar að fara að lifa smá ef hægt verður ,skoðaði greiðsluaðlögun en launin duga ekki ,svo það gengur ekki upp ,svo maður er reiður sár og svekktur ,leyfði mér ekkert ,enginn hlutabréf ný húsgögn ,en hef ekki trú á þessari 23%heimilum þau hjlóta að ver 50% eða 60% svo er verið að fella niður skuldir hjá bankafólki .
Ólöf Karlsdóttir, 3.6.2010 kl. 00:54
Sorglegt að lesa það sem Óli og Sigurður eru að segja. Það sem ég bendi þeim á er að ríkisstjórnin er að bjarga þeim sem ofskudlsettu sig! Það er búið að hjálpa þeim sem tóku 90-100% lán með því að í dag getur það fólk fengið niðurfellingu að 110% þannig að það fólk fékk bara litla hækkun á sínum plönum. En fólkið sem átti 50% í sinni eign, það er að segja FÓLKIÐ SEM VAR Í LAGI að það eru engar lausnir handa því. Þess vegna er ríkisstjórnin að vinna af miklum ójöfnuðu og er að búa til nýja fátækrastétt í landinu úr fólki sem hefur ekki eytt um efni fram, en er bara ekki gefinn sami réttur til leiðréttinga og öðum.
Maður sem skuldaði 90% í sinni íbúð eða 35 millj. Fær niðurfellingu að 39 millj. Annar sem skuldaði 35 millj. í sínu einbýli fær niðurfellingu að 71 milljón..............????????? Halló??? skuldin var nákvæmlega sú sama??????? En með 110% leiðinni lætur þú þann sem yfirveðsetti sína eign sleppa með smá herðingu á sultarólinni, en þú hendir hinum á götuna sem hafði ævisparnaðinn sinn í húsnæðinu sínu..... Hann átti tæp 50% í því.....
Það er óheilbrigt að finnast þetta í lagi!
Helga , 3.6.2010 kl. 08:39
Fólk er að misskilja mig hérna. Ég er EKKI að segja að allir sem eru í vandræðum beri þar sök á því sjálfir. Ég er EKKI að segja það. Fólk missir vinnuna,veikist,og gerði ráð fyrir að bílalánið gæti kannski hækkað um 10%.
þetta fólk er fórnarlömb hrunsins. Enn hvað um hina? Ég þekki fleiri dæmi um alveg fáránlega skuldsetingu heimila. Má ekki tala um það? þetta er eins og með þá sem sitja í gæsluvarðhaldi 70% eru útlendingar en má bara ekki tala um það! Nei nei. það er engin spilafíkill eða fjármála kjáni til á landinu! Sorrý bara.
óli (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.