Sunnudagur, 30. maí 2010
Samfylkingin og aulabrandarinn
Besti flokkurinn er grín. Þeir sem taka grínið alvarlega gera sjálfa sig að fíflum. Margt má um Dag segja en hann er ekki fífl. Þess vegna ímyndar maður sér að viðræður við Besta flokkinn eru fyrir sakir kurteisi en ekki með samstarf í huga.
Á hinn bóginn er Samfylkingin helsta heimili tækifærissinna í stjórnmálum. Og hvað gerist þegar tækifærismennskan hittir aulabrandarann?
Tragíkómík.
Viðræður halda áfram á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru berin súr í dag Palli minn?
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 22:06
Nafni, hvorki S né D munu fara í samstarf við Besta.
Eina glóran er að S+D+V myndi meirihluta.
Páll Blöndal, 30.5.2010 kl. 22:20
Var þá Samfylkingin grínið í þessu öllu saman þegar upp var staðið? Dagur verður þá "starfsmaður á plani" hjá Georgi Bjarnfreðasyni?
joi (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 22:22
Gerið ekki lítið úr lýðræðislegum vilja fólksins drengir
nn (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 22:28
35% Reykvíkinga vilja Gnarr og þann hóp er erfitt að hunsa. Dagur eða Hanna verða að taka Gnarr upp á sinn eyk, afhenda honum nokkur svið í rekstri borgarinnar og leyfa honum að leika sér í 4 ár. Einhverjir skandalar verða en gerir það eitthvað til?
Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 22:31
æ æ æ. Eru menn svoldið sárir í dag? Þeir sem eru grínistar hér eru Sjáfstæðis og Framsókn. þessir lyga og glæpaflokkar eru búnir að vera og D listinn þinn verður þurkaður upp eins og Framsóknarhóran. Bjarni Ben formaður ykkar var á kafi í ruglinu með Wernersglæpalíðnum. Guðlaugur var svo eins og fleiri á jötuni hjá glæpamönnum og finst það í lagi.Svona eruð þið flest þarna í þessum glæpaflokki.
Svona er þetta allt og þið gjaldið nú fyrir svik ykkar og lygar við okkur sem búum hér í dag. ÁFRAM BESTI!
óli (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 22:45
Í hnotskurn er málið eftirfarandi. Grínframboðið hlaut ekki meirihluta. Einhver úr framboðunum sem tekur þátt í stjórnmálum á hversdagslegum forsendum þarf að gefa sig í fábjánaháttinn til að aulahúmorinn komist í valdastöðu.
Sá sem gerir það er fífl. Og reynslan sýnir að trúðar snögghætta að vera fyndnir þegar þeir taka sjálfa sig alvarlega. Fífl eiga ekki kost á endurkomu í stjórnmál.
Páll Vilhjálmsson, 30.5.2010 kl. 23:02
Ég veit ekki. Við erum þjóðin sem kaus Ólaf Ragnar á Bessastaði og Sylvíu Nótt í Evróvisjón.
Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 23:10
Besti Flokkurinn var að vita skuld grín og er kannski fyndið að hugsa um það, en nú er þetta grín búið að þróast í miklu alvarlega stöðu, þar sem flokkur með engin markmið, enga reynslu stýrir borginni. Það sem má búast við hugsanlega er að listamanna styrkir hækki og fjölgi =/ En auðvitað vona ég innilega að flokkurinn standi sig best en ég efast stórlega um að þessi flokkur á eftir að gera góða hluti fyrir borginna.
@óli
Þú gefur skelfilega lýsingu á því sem "framsóknarmenn og sjálfstæðis" hafa gert en ég get sagt þér eitt að það er enginn saklaus eða með 100% hreina samvisku, það er öruglega hægt að finna einhvern í besta flokknum sem hefur gert eitthvað rangt, munurinn er bara að þeir hafa ekki verið í "sviðsljósinnu" um svona hluti. Það sem skiptir máli er framtíðin, framtíð borgarinnar, þið virðist treysta þessum mönnum, það er ykkar val og ég vona að það hafi verið rétt valið borgarinnar vegna...
Johnny (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 23:20
65% Vildu EKKI Jón Gnarr og co. Þann hóp er heldur ekki hægt að hunsa.!!
Björn Briem, 30.5.2010 kl. 23:28
Rétt Björn, en Dagur hefur útilokað Hönnu Birnu fyrirfram og Sóley telur ekki.
Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 23:35
Má vera Baldur en sagan sýnir að ef valdastólar eru í boði gera þessir tveir flokkar HVAÐ sem er til að komast í þá og sitja gjarnan sem fastast. Ekki endilega kjósendum til góða. Þar fyrir utan, að ef oddvitar D og S vildu gefa Besta langt nef þá hafa þau alla burði til þess. Og ekki hefur Dagur gefið svo mikið fyrir Besta flokkinn hingað til.
Björn Briem, 30.5.2010 kl. 23:42
Það verður að mynda sterkann meirihluta - Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu ber skylda til þess að mynda meirhluta ásamt VG - þau geta ekki staðið frammi fyrir borgarbúum og sagt - hey hey - ég ætla að gera esta flokkinn að ráðandi afli í borginni -
gríninu verður að ljúka núna - Hvorki Dagur né Hanna Birna hafa leyfi til þess að gera grínið að ráðandi afli næstu 4 árin.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.5.2010 kl. 23:49
Því miður er söguskýring þín víst hin eina rétta. En skrílfylgi Gnarrs er svo mikið að fái hann ekki stól mun verða önnur búsáhaldabylting í Reykjavík og hver kærir sig um hana?
Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 23:50
Var grínið ekki notað til að sýna fram á hversu vanhæfir hinir flokkarnir hafa verið í rekstri borgarinnar sl. ár?
Hvað voru þetta annars margir borgarstjórar?!
Aulaháttur og kómedía í kosningabaráttunni er þó mun skárri heldur en aulaháttur og sorglega léleg framkoma við kjósendur í verki!
Eins voru frambjóðendur Besta flokksins ekki keyptir til valda eins og hinir eða hvað? Eru þeir skuldbundnir einhverjum sem styrkti þá með fjárframlögum?
Háð og grín er ekki alltaf aulaháttur... háð getur verið hárbeitt!
Margeir Örn Óskarsson, 30.5.2010 kl. 23:50
Svo Gnarrinn var þá krati eftir allt saman.
Jóhannes (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 23:53
Borgin fór illa út úr ævintýrinu með R-listann, en á síðasta kjörtímabili var henni vel stjórnað mestan part. Þannig stóð á fulltrúafjölda að Ólafur F. Magnússon fékk völd úr hófi fram og það varð borginni dýrkeypt. En Reykvíkingar kusu hann í borgarstjórn og supu seyðið af því.
Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 23:55
Voru þetta ekki lýðræðislegar kosningar í Reykjavík ? Og mega allir ekki bjóða sig fram ? Eru einhverjir óæðri ? Hefur Besti flokkurinn ekki uppfyllt öll lagaskilyrði fyrir framboðinu ? Og er hann ekki löglega kosinn af Reykvíkingum ?
Er einhver sérstök framboðsaðferð annari æðri ?
Það er greinilega erfitt fyrir marga að kyngja árangri sem Bestiflokkurinn hefur náð. Aðferðin er tær snilld.
Sævar Helgason, 31.5.2010 kl. 00:10
Þú spyrð einkennilega, Sævar. Auðvitað eru lýðræðislegar kosningar og auðvitað mega allir bjóða sig fram. En það eru ekki öll framboð jöfn. Það eru til aulaframboð og það eru til vönduð framboð. Lord Sutch bauð sig oftar fram en tölu verði á komið, alltaf fékk hann nokkra tugi atkvæða því mönnum var skemmt yfir vitleysunni í honum, en Bretar voru ekki svo heimskir að þeir kysu hann á þing eða í sveitarstjórn. Fyrir 11 árum réði hann ekki lengur við sálsýkina og svipti sig lífi.
Baldur Hermannsson, 31.5.2010 kl. 00:21
Vissulega var gnarr kosinn í lýðræðislegum kosningum - það voru hin framboðin líka.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 31.5.2010 kl. 00:25
"En skrílfylgi Gnarrs er svo mikið að fái hann ekki stól mun verða önnur búsáhaldabylting í Reykjavík og hver kærir sig um hana?"
Sé að skríllinn er aftur kominn í umræðuna - gaman að því
Haraldur Rafn Ingvason, 31.5.2010 kl. 01:36
Úrsslitin eru vonbrigði fyrir þá telja sig eiga inni bitling eða greiða hjá 4-flokknum. Það verður erfitt að viðhalda spillingunni á sama stigi og verið hefur. Margir eru ósáttir með það. En ég held að þetta hafi bara góð áhrif á stjórn borgarinnar. Hún getur varla versnað.
Guðmundur Pétursson, 31.5.2010 kl. 02:11
Tær snilld er orðalagið sem Sigurjón Landsbankastjóri hafði um Icesave-reikningana.
Páll Vilhjálmsson, 31.5.2010 kl. 07:39
Já Páll . Ennþá notum við íslenskt mál hér á landinu- hvað sem verður eftir inngönguna í ESB.
Sævar Helgason, 31.5.2010 kl. 08:34
Þótt það komi gnarr ekki við - innganga í ESB má ekki verða -
það er annars undarlegt að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins eru yfirleitt svo orðljótir að skrif þeirra verða marklaus - nú eða þá að settar eru fram hugleiðingar um ógeðslegt glæpainnræti þingmanna/borgarfulltrúa.
Mér hefur þótt þetta sérstakt ekki síst í ljósi þess að reglan hefur nú verið sú í gegnum söguna að þeir sem bera slíkar sakir á fólk og ætla því allt illt þá eru viðkomandi venjulega að lýsa sjálfum sér en ekki þeim sem sóðaskapur beinist gegn. Semsagt að þeir sem tala/skrifa - eru að segja - ef ég væri þingmaður/borgarfulltrúi þá myndi ég haga mér með þessum hætti.
Ætli Guðmundur Pétursson yrði duglegur við bitlingaúthlutanir ef hann yrði borgarfulltrúi - þingmaður - yrði hann til sölu og seldi atkvæði sitt fyrir fé - ?
Nú eða fyrir aðstöðu -
Baldur - það er sorglegt að vita til þess að ofbeldi skuli hafa komið ríkisstjórninni til valda - það er líka sorglega rétt hjá þér að ef borgarstjórnarflokkarnir - aðrir en esti flokkurinn - kæmu sér saman um meirihlutasamstarf þá yrði alda ofbeldis hér í bæ slík að allt færi í háa loft.
Stundum hefur verið talað um borg óttans vegna ofbeldisverka um nætur í miðborginni. Og þá sérstaklega um helgar.
Núna erum við hinsvegar formlega í borg óttans ef fólk þorir ekki að mynda meirihluta í borgarstjórn nema með vissum formerkjum til þess að forðast ofbeldisverk á götum úti eða við heimili fólks -
Reykjavík = Borg óttans. Þetta er sorgleg staðreynd.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 31.5.2010 kl. 09:20
Dagur gæti náttúrlega fetað í fótspor Stefán Jóns Hafsteins og farið í leyfi til að sinna störfum í Afríku . Þá er ekkert sem hindrar samstarf Sjálfstæðis og Samfylkingar
Grímur (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 09:25
"Baldur - það er sorglegt að vita til þess að ofbeldi skuli hafa komið ríkisstjórninni til valda - það er líka sorglega rétt hjá þér að ef borgarstjórnarflokkarnir - aðrir en esti flokkurinn - kæmu sér saman um meirihlutasamstarf þá yrði alda ofbeldis hér í bæ slík að allt færi í háa loft."
Það var ekki ofbeldi sem að kom þessari ríkisstjórn til valda heldur lýðræðislegar kosningar, það voru aftur á móti mótmæli sem að komu fyrri ríkisstjórn frá völdum. Það má síðan deila um það hvort að slíkt ætti að teljast til ofbeldis.
"Núna erum við hinsvegar formlega í borg óttans ef fólk þorir ekki að mynda meirihluta í borgarstjórn nema með vissum formerkjum til þess að forðast ofbeldisverk á götum úti eða við heimili fólks"
Gott;
"When governments fear the people, there is liberty. When the people fear the government, there is tyranny." - Höf. óþekktur
E.s. ég vil taka það fram áður en þú ferð að væna mig um einhverja vitleysu að ég kaus hvorki VG né Samfylkinguna.
Maynard (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 15:25
Aha, Maynard, þú sleppur með gula spjaldið.
Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.