ESB-deild Framsóknar galt afhroð

Guðmundur Steingrímsson er nánasti samverkamaður efsta manns á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, - já ég meina Einar. Báðir bera þeir samfylkingarsmit og hlynntir inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

Hugmyndin var að ESB-sinnar í flokknum tækju saman við afganginn af auðrónadeildinni og gerðu hallarbyltingu. Björn Ingi Hrafnsson, sem næstum tókst að selja orkuauðlindirnar í hendur auðmanna, ætlaði að stimpla sinn inn á ný. Í því skyni fékk hann sig kosinn til formennsku í ÍR.

Kjósendur höfnuðu ESB-Einari í Reykjavík og plottið farið út um þúfur. Guðmundur Steingrímsson er hins vegar ekki með kveikt á fattaranum og heldur áfram með áætlunina þótt hann sé kominn út í mýri.

Næsti leikur Guðmundar gæti verið að stofna Albesta flokkinn.


mbl.is Gagnrýna þingmann sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Brokkar hann ekki aftur inn í Samfylkingargirðinguna ef honum vegnar illa þarna?

Baldur Hermannsson, 31.5.2010 kl. 00:09

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

óttalegt bull er þetta í þér. Fjöldi þeirra sem hlutu góða kosningu fyrir Framsókn eru jákvæðir gagnvart ESB umsókninni.

Gestur Guðjónsson, 31.5.2010 kl. 00:25

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þarna birtist vandmál Framsóknarflokksins í hnotskutn. Hnífasettin standa í mörgum bökum af völdum samhverja. Innanflokksátök, klíkur, baktal. Guðmundur Rösvku og R-listamaður sem tilheyrir vinstri kanti flokksins er greinilega að hefja einhvers konar atlögu að formanninum og hefur æft sig í að handleika hnífa að undanförnu. ESB-Einari var augljóslega hafnað en ekki má líta framhjá því einnig að flokknum var hafnað víða. Ég tel ástæðuna vera sú að fólki finnst að Framsóknarflokkurinn hafi ekki ennþá gert upp fortíðina. Það er ekki nóg að planta inn nýju fólki hér og þar þegar Halldór Ásgrímsson birtist jafnharðan og afsakar Íraksstríð og segir ekkert að einkavæðingu Búnaðarbankans. Þá fara opinberar afsakanir formannsins fyrir lítið. Flokkurinn þarf einhvers konar siðbótarnefnd og uppgjörsnefnd. Gott væri ef Halldór Ásgrímsson og Finnur Ingólfsson væru ekki meðal nefndarmanna.

Guðmundur St Ragnarsson, 31.5.2010 kl. 00:25

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er bara rétt hja Guðmundi. Framsóknarflokkurinn hefur ekki bætt við sig þrátt fyrir endurnýjun. Það er vegna þess að þeir eru að stunda skotgrafahernað og setja Íslandsmet í málþófi meðan Ísland brennur.

Íslendingar eru þreyttir á þessu.

Þetta er til skammar.

Og XB fær kosningu í samræmi við þetta.

Sleggjan og Hvellurinn, 31.5.2010 kl. 00:42

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Afhroð samfylkingar skrifast beint á ESB vændið.  Svo eru þau steini lostin yfir niðurstöðunni, þegar skýringin blasir við. Sama má auðvitað segja um portkonuarm framsóknar í Reykjavík. Það er rétt hjá þér Páll.  Hvers vegna menn skauta framhjá því að nefna þessi tengsl, er staðfesting þess að ekkert hefur breyst í þessum flokkum, þrátt fyrir allt.  Þeir geta ekki tekið  hinti.

Annars vegur þáttur verktakaelítunnar í Framsókn og þungt þarna líka og mættu menn skoða þátt þess geira í allri spillingunni og nepotismanum. Enn er það steinsteypan, sem á að leysa öll vandmál.  Þetta virðast þó Akureyringar hafa skynjað, enda sukkið þar orðið stjarnfræðilegt.

Verktakamafíuna burt úr stjórnmálum. Það væri góð byrjun.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.5.2010 kl. 01:45

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hrun VG er skrifað á feminrembuna Sóleyju Tómasdóttur. Vissulega nýtur hún lítillar aðdáunar eftir fíflagang liðinna missera, en höfuðástæðan fyrir höfnuninni er að sjálfsögðu Árni Þór Sigurðsson, sem sér ekkert athugavert við milljónabrask sitt kortéri fyrir hrun. Siðblindur spillingarbolti par exellance. Hvers vegna hefur enginn orð á því?

Jón Steinar Ragnarsson, 31.5.2010 kl. 02:03

7 Smámynd: Elle_

Guðmundur Steingrímsson er að hafa Sigmund fyrir kol-rangri sök og rakkar hann niður.   Óverðskulduð árás á mann, sem hefur vegið flokkinn upp til vegs og virðingar ásamt Eygló Harðardóttur, Höskuldi Þórhallssyni, Sigurði Inga Jóhannssyni og Vigdísi Hauksdóttur.  Og Gunnari Braga Sveinssyni, þar til hann fór að vilja semja um Icesave.  Þarna talar hinsvegar Evrópusinninn Guðmundur og virðist þetta alveg fyrirfram úthugsuð árás á Sigmund.  Getur Guðmundur ekki bara gengið í Samfylkinguna??  Þau draga okkur ekki inn í Evrópuríkið. 

Elle_, 31.5.2010 kl. 11:05

8 Smámynd: Elle_

Lítið gengi VG, Jón, skrifast örugglega á Árna Þór, Björn Val, Sóleyju og Steingrím, öll svikin við flokksmenn og kjósendur og stuðning flokksins við Evrópufáráð Samfylkingarinnar og Icesave. 

Elle_, 31.5.2010 kl. 11:14

9 identicon

Elle, hvaðan hefurðu það að Sigmundur hafi hafið Framsóknarflokkinn til vegs og virðingar? Ekki bendir fylgið til þess.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 12:08

10 Smámynd: Elle_

Þorgeir, það er mín skoðun að hann, og hinir sem ég nefndi, hafi híft flokkinn upp.  Eins mikið og hann verður hífður úr óvirðingunni með gamla nafninu.  Evrópusinnar eins og Guðmundur og Siv innan flokksins, draga hann hinsvegar niður.  Það er vitað að um 70% þjóðarinnar vill ekkert með Evrópuríkis-yfirtöku hafa.  

Tapað fylgi í höfuðborginni hefur ekkert með Sigmund að gera, Þorgeir, heldur frambjóðandann þar fremur.  Fylgistapið er ekki landlægt og hvað kemur það þá Sigmundi við??  Guðmundaráróðurinn gegn Sigmundi er rakalaus.

Elle_, 31.5.2010 kl. 14:54

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigmundur hefur ótvírætt híft flokkinn upp á við í vissum skilningi, því það er alveg nýtt að Framsóknarflokkurinn hafi á að skipa greindum, vel menntuðum, margfróðum og áhugaverðum leiðtoga. En hinu verður þó varla neitað að Sigmundur nær ekki nógu vel til fólksins. Það sama á við um Bjarna Ben - báðir eru þeir mætir ungir piltar en þeir ná ekki til fólksins.

Baldur Hermannsson, 31.5.2010 kl. 15:10

12 Smámynd: Elle_

Hann hefur náð vel til mín og ýmissa, sem ég veit um, Baldur.  Og með harðri og ötulli baráttu sinni gegn Icesave. 

Og ég skil ekki að fólk, eins og einn að ofan, krítiseri málþóf.  Nú hvaða tæki hefur stjórnarandstaðan til að verja landið gegn valdníðslu eins og þegar Icesave-stjórnin ætlaði að pína Icesave í gegn.  Ekkert rangt við málþóf sem neyðartæki gegn valdníðslu Jóhönnu og Steingríms og co. 

Elle_, 31.5.2010 kl. 15:18

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Elle.

Þú dæmir fólk eftir því hvort þeir voru á móti Icesave og ESB eða ekki.

Þar af leiðandi ertu ekki marktæk.

Sleggjan og Hvellurinn, 31.5.2010 kl. 18:15

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Haaaaa? Því skyldi hún ekki nota afstöðu manna í svo geysi mikilvægum málaflokkum sem mælikvarða? Það er ekki heil brú í þessari athugasemd þinni, Sleggjufretur.

Baldur Hermannsson, 31.5.2010 kl. 18:19

15 Smámynd: Elle_

Skil ekki hvað þú meinar S&Þ.  Maður dæmir fólk eftir gerðum og orðum.  Við hvað á ég að miða?  Ekki dæmir maður fólk eftir foreldrum, systkinum og ættingjum, hæð eða stærð?  

Elle_, 31.5.2010 kl. 21:28

16 identicon

"Evrópusinnar eins og Guðmundur og Siv innan flokksins, draga hann hinsvegar niður."

Ef ofangreind setning þín er rétt Elle, þá er hún í hreinni andstöðu við það sem þú sagðir rétt á undan. 

Ef mikill meirihluti kjósenda á landsvísu hefur hafnað Framsóknarflokknum, þá er ekki hægt að halda því fram að hann hafi verið hafinn til vegs og virðingar. Atkvæði Elle einnar dugir ekki til. 

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 00:13

17 Smámynd: Elle_

Og ég útskýrði (14:54): Þorgeir, það er mín skoðun að hann, og hinir sem ég nefndi, hafi híft flokkinn upp.  Eins mikið og hann verður hífður úr óvirðingunni með gamla nafninu.  Með setningunni minni: Evrópusinnar eins og Guðmundur og Siv innan flokksins, draga hann hinsvegar niður, var ég að segja að væru Evrópusinnarnir ekki þarna, hefði Sigmundi tekist að hífa flokkinn upp enn frekar.  Og var ekki í neinni mótsögn við neitt sem ég sagði.  Þú ert að brengla orðin mín.  Og enn brenglarðu í síðustu setningunni.  Hvernig dettur þér þessi síðasta og fjarstæðukennda setning þín í hug?: Atkvæði Elle einnar dugir ekki til.  Hvílik fjarstæða, Þorgeir.  En ég stend við það sem ég sagði um Framsóknarflokkinn og Sigmund og hvort sem þér líkar betur eða verr.  Þeir börðust hart gegn ólögvörðu Icesave, sem Jóhanna og Steingrímur og félagar ætluðu að pína í gegn.  Og það er fyrir miklu.  

Elle_, 1.6.2010 kl. 10:30

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"væru Evrópusinnarnir ekki þarna, hefði Sigmundi tekist að hífa flokkinn upp enn frekar"

Þú hefur ekkert fyrir þér í þessari fullirðingu.

Framsóknarflokkurinn fékk slappt gengi vegna þess að þeir eru ennþá að beita gömlu stjórnmálaaðferðirnar. Skotgrafahernaðir allann daginn út og inn. Íslendingar eru orðnir þreyttir á þessu og vilja breytingar.

Guðmundur Steingrímsson var að benda á þetta og hann hefur líklega rétt fyrir sér.

Sleggjan og Hvellurinn, 1.6.2010 kl. 12:04

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sleggjufretur, ófarir xB eru ræddar í blöðunum í dag. Það er rétt hjá þér að aðferðum Einars er kennt um og greinilegt að bandamenn óskars hafa ekki stutt flokkinn. En Guðmundur Steingrímsson var alls ekki að benda á þetta. Guðmundur reyndi að kenna Sigmundi um ófarirnar og koma höggi á hann, algerlega af tilefnislausu. Þú ert skák og mát í þínum eigin málflutningi.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 12:18

20 Smámynd: Elle_

Jú, S&Þ, ég hef fyrir mér að um 70% þjóðarinnar er andvígur yfirtöku Evrópubandalagsins á Íslandi og ég sagði það ofar. 

Elle_, 1.6.2010 kl. 15:03

21 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég mundi segja að formaður flokksins hefur meiri áhrif en óbreyttir þingmenn.

Slakt gengi skrifast þá frekar á Sigmund í staðinn fyrir þingmenn innan flokksins.

Það var samþykkt á landsfundi Framsóknarmanna að sækja um ESB.

Einsog ég segji.... taktu þessi Icesave og ESB gleraugu af þér.  

Heimurinn er ekki svarthvítur.

Sleggjan og Hvellurinn, 1.6.2010 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband