Mánudagur, 3. maí 2010
Þingsæti sem lén
Sjálfstæðisflokkurinn hefur engin úrræði til að víkja þingmanni sem veldur flokknum tjóni. Prófkjör eins og þau hafa verið tíðkuð veita þingsæti sem lén og handhafi getur farið sínu fram án tillits til almannahagsmuna.
Sjálfstæðisflokkurinn er uppnefndur nafnlausi flokkurinn enda sjálfstraustið farið með fylginu. Á meðan situr Guðlaugur Þór sem fékk tugmilljónir í flokkssjóðinn frá útrásarauðmönnum sem hann var í samningum við um opinberar eigur OR - þessar tugmilljónir varð flokkurinn að endurgreiða - og aðrar tugmilljónir runnu beint til lénsherrans sjálfs til að gera atlögu að þingmanninum og ráðherranum Birni Bjarnasyni.
Blinda Guðlaugs Þórs á aðra hagsmuni en sína eigin væri hans einkamál ef í húfi væru ekki ríkir almannahagsmunir.
Kjósendur verða að stúta Sjálfstæðisflokknum til að senda lénsmanninum skilaboð.
Guðlaugur hyggst ekki víkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heimsóknir fólks með kröfu um afsögn virðast ganga vel nema hjá Steinunni Valdísi og Guðlaugi Þór. Eru þau harðsvíraðsta fólkið sem þáði styrk?
Munu skilanefndirnar og skiptastjórar viðkomandi styrkveitenda krefja þau um endurgreiðslu? Ef svo er þá blasir gjaldþrot við hjá Þeim. Það er ekki útséð um að svo verði. Þetta er undanskot eigna sem tilheyra kröfuhöfum en ekki frambjóðendum í prófkjöri.
Þessir styrkir eru hluti af Icesave skuld Landsbankans sem við skattgreiðendur þurfum að greiða af skattpeningum okkar.
Guðlaugur Hermannsson, 3.5.2010 kl. 11:49
Er ekki svolítið ódýrt að taka Guðlaug þór út fyrir sviga og hengja hann? Tíðarandinn var allt annar og nú eru hinar öfgarnar uppi. Hvað með safnanir flokkanna sbr. krafa Flokksins um 5 milljónir af Stöð 2 og forstjórastólinn að auki? Hugsanlega þegar Jón Ólafs hafnaði þessum skatti fór í gang ein styrjöldin í þessum farsa. Pointið hjá mér er kannski að menn ættu að líta sér nær áður en þeir höggva.
Við "þjóðin" þurfum kannski líka að taka til í okkar görðum. Hvar voru góðir menn þegar öll þessi vitleysa var í gangi. "Evil flourishes when good men do nothing".
Ég aumur nobody á ekki neitt en er með háa yfirdráttarheimild (og í botni) er í endalausum samningum við bankann vegna VISA um hver mánaðamót etc. Er þetta ekki óheiðarlegt af mér? Þarf ég ekki að byrja á sjálfum mér áður en ég fer að grýta eða taka þátt í bálför og úthrópunum á stjórnmálamönnum sem í góðri trú í Klondike gerðu bara eins og hinir. Minn óheiðarleiki felst í því að með óráðsíu minni í fjármálum er ég ekki sjálfum mér trúr, frekar en flestir Íslendingar. (Auðvitað vitum við öll að við eigum að spara og ekki skuldsetja okkur) Hvað segir ekki í gömlum bókum?: Skuldugur maður er þræll.
Þeir sem ekki sóttu fé þangað sem fé var að hafa urðu undir. Það vildi ég ekki mínum mönnum. Ég var ánægður með Dag og hans árangur. Þótt hann hugsanlega hefði ekki mótframboð þá virka auglýsingar hans og kosningastarf framboðinu öllu til góðs. Hann dregur vagninn.
Guðlaugur má eiga það að hann er heiðarlegur stjórnmálamaður og ég skil vel að sterk öfl vilja styðja hann. Alveg frá upphafi hefur hans mottó verið "báknið burt" en hann kannski ekki haft nægilega vikt til að hjóla í það. Betri útkoma hans í kosningum ljær honum þessa vikt og því styðja öfl sama sinnis hann. Hinsvegar má geta þess að mér hugnast ekki hans pólitík og hefur aldrei..
Ég kíki alltaf á pistlana þína og stundum ertu mjög góður sérstaklega þegar þú virðir einhverjar reglur um objektivity og góða blaðamennsku, en núna setur þig niður er þú tekur þátt í að rífa niður fyrrum samherja þinn.
Villi (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 11:51
Villi! Það er tvennt ólíkt að taka lán eða þyggja "óafturkræfan styrk" sem kemur þér í betur launaða stöðu án menntunar sem svo sannarlega er dýrt að afla sér. Þessa styrki þurfti ekki að greiða til baka og því síður að greiða háa yfirdráttarvexti af þeim.
Guðlaugur Hermannsson, 3.5.2010 kl. 12:06
Guðlaugur Hermannson. Fyrirgefðu en ég ætla ekki að fara að deila við þig um keisarans skegg í annarra manna húsum! Við eru hér í boði Páls og mér þykir það ekki kurteisi að hnakkrífast inni í stofu hjá honum.
Villi (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 12:26
Þrátt fyrir allt er sterkur Sjálfstæðisflokkur eina vonin út úr vandanum.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.5.2010 kl. 13:49
Ef flokkurinn losar sig við öll skemmdu eplin, og þó svo að þau stofna nýjan spillingarflokk, þá getur hann varla annað en sópað að sér atkvæðum fyrir bragðið.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 13:55
Það er rétt athugað hjá Páli postula að stjórnmálaflokkur verður að hafa svigrúm til þess að höggva af sér limina sem hneyksla hann.
Baldur Hermannsson, 3.5.2010 kl. 15:33
Það er fyrst og fremst forysta Sjálfstæðisflokksins sjálf, sem ætlar að láta Guðlaug Þór Þórðarson keyra flokkinn niður í fylgi. Það sama hefur forystan gert með ýmsu öðru móti, m.a. með því að
(1) standa sig ekki í efnahags- og bankamálum 2007–8,
(2) styðja/verja ólögmæta dómarastarfs-veitingu Árna Mathiesen,
(3) þiggja f.h. flokksins milljónatuga-ofurstyrki frá FL Group og Landsbankanum, auk allra annarra fyrirtækjastyrkja, til viðbótar við illa fengið fé úr ríkissjóði og sjóðum sveitarfélaga,
(4) vanvirða kristna kjósendur flokksins með stuðningi þingmanna hans við ýmis frumvörp eða stefnumál sem samrýmast ekki kristnum grundvallarreglum,
(5) vanvirða sína eigin stefnu: stétt með stétt,
(6) standa sig illa í Icesave-málinu, a) frá upphafi þess, b) með málamiðlunarstefnu (ág. 2009), þegar skýrar línur áttu að vera gegn allri meintri gjaldskyldu, c) með möndli við það að ná "ásættanlegum samningum" (jan.-marz 2010) um það, sem ekkert á að semja um, enda ekkert að borga af hálfu ríkisins og skattborgara.
Að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ætli að láta Steinunni Valdísi og Guðlaug Þór – með sinn samanlagða pakka upp á um 38 milljónir – draga sig niður í djúpið, er þeirra eigin val, ef þeir flokkar vilja svo.
Jón Valur Jensson, 3.5.2010 kl. 16:22
Það sorglega við þetta að maður getur eigilega ekki kosið flokkinn sinn í næstu kosningum. Þó ég striki út Þorgerði og Guðlaug þá verður aldrei nóg af því til að þau fari af þingi og þá sérstaklega ekki varaformaðurinn.
Flokkurinn með langbestu stefnuna er bara með meingallað fólk og forysta flokksins er greinilega ekki nógu sterk til að taka á því.
Á þessari stundu vonar maður hálfpartinn eftir klofningi en ég veit ekki hvaða áhrif það myndi hafa á kjörna þingmenn, þar eð hvort við myndum tapa þingsætum yfir til vinstri útaf því hvert atkvæði myndi vægja minna. Eða er ég eitthvað að misskilja það?Björn Ívar (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.