Prófkjör efldu áhrif auðmanna

Peningastyrkir auðmanna til þingmanna eins og Steinunnar Valdísar og Guðlaugs Þórs voru til að gera þau auðsveip hagsmunum stórfyrirtækja. Prófkjör stóru flokkanna, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, eru fremur vettvangur fyrir sölu á pólitískri sannfæringu en umræðu um landsins gagn og nauðsynjar.

Galopin prófkjör eru almennar forkosningar þar sem auglýsingafé ræður verulega um árangur. Þingmenn og þingmannsefni sem fá styrki frá auðmönnum verða háð slíkum framlögum og haga sér í samræmi við það, eins og dæmin sanna.

Á síðustu árum hefur Framsóknarflokkurinn horfið frá prófkjörum og fært val á frambjóðendum til flokksmanna. Prófkjör eru brátt liðin tíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Siðspilling og samspilling. Sem verður að uppræta.

 Persónukjör strax, þvert á flokka, svo sorinn geti ekki falið sig í pilsfaldi flokkana.  Með alt upp á borðið pólisíu og opið bókhald.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 11:25

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Tek heilshugar undir með Arnóri. Vil reyndar í sveitarstjórnarkosningum bara sleppa flokka fári og haf frambjóðendur í stafrófsröð.

En þetta er rétt hjá þér Páll með þessi áhrif auðmanna á þetta lið. Athyglisvert að þessir frambjóðendur sem mest fengu sjá ekkert athugavert. Steinunn Valdís er núna farin að tala um einelti!!  Í hvaða heimi dvelur þetta fólk?

Gísli Foster Hjartarson, 26.4.2010 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband