Þriðjudagur, 2. mars 2010
Þingmaður falbýður sig
Þráinn Bertlesson þingmaður er með nokkrar áhyggjur af afkomu sinni þar sem líkur eru á að boðað verði til kosninga fyrr heldur en seinna. Hann skrifar pistil og harmar 2007-lífstílinn sem Þráinn naut í boði Baugsmiðla, þegar hann fékk hálfa millu á mánuði fyrir smáviðvik.
Þráinn leitar að nýjum kostunaraðila og verður ekki frekur til fjárins, smá viðbót oná þingfararkaupið ætti að duga. Væntanlega er Þráinn tilbúinn til að kvaka fyrir kostunaraðila líkt og hann gerði fyrir Baug.
Á alþingi er talað um Þráinn sem leynivopn Össurar Skarphéðinssonar enda greiðir þingmaðurinn án flokka jafnan atkvæði eins og ráðherra býður.
Þráinn ætti ekki að örvænta. Innan tíðar opnast Össuri gullkistur ESB og hann gaukar án efa lítilræði að atkvæðamanninum.
Athugasemdir
Þetta er nú sérstaklega rætin færsla Páll. Þráinn er kannski ekki á réttri hillu sem þingmaður en hann á ekki skilið svona skítkast
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.3.2010 kl. 08:34
Eftir viðtalið á Bylgjunni í morgun þá á Þráinn Bertelss Allt illt skilið.Að kalla 80% landsmanna fábjána og segja við Þráinn tæknimann að þessi umræða sé fyrir ofan hans skilning er náttúrulega ekki orð andlega heilbrigðs manns
Sigurbjörn (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 09:16
Þráinn sagði 5% þjóðaarinnar fábjána í útvarpsviðtali í morgun. Sagði tæknimanninn á bylgjunni vera höfðinu neðar en lærð umræða um listamannalaun og hann ætti að halda sig við takkana á stjórnborðinu. Þráinn telur sig greinilega til einhverrar elítu.
Er þetta ekki dálítið skrýtin ummæli af þingmanni. Hrokafull í það minnsta
Að mínu mati leggst hann sjálfur undir þessi 5%
Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 09:18
Var fyrir tilviljun að hlusta á Bylgjuna, þar sem Þráinn kom því skýrt til skila að þeir sem ekki væru sammála honum væru fábjánar. Þegar hann var spurður nánar út í þessa óvenjulegu yfirlýsingu þá sagðist hann ekki geta gert neitt við því að 5% allra þjóða væru fábjánar og hann gæti ekkert gert í því.
Þráinn er mikill ESB sinni. Mér hefur fundist málflutningur þeirra sem vilja í það draumaland, hafa algjörlega skort að veita okkur upplýsingar kosti fyrir inngöngu.
Samkvæmt skilgreiningu Þráins er a.m.k. 70% þjóðarinnar fábjánar.
Sigurður Þorsteinsson, 2.3.2010 kl. 09:19
80% sem tóku þátt í skoðunarkönnuninni (um afstöðu til listamannalauna) taldi Þráinn teljast til þessarar 5% af fábjánum. Hann sagði einnig að þetta næði yfir línuna. 5% af öllum jarðarbúum eru fábjánar. Stórmerkileg ummæli og maðurinn á að sjá sóma sinn í að segja af sér. Hann er hvort eð er ekkert skemmtilegur lengur...
Gunnar Freyr Rúnarsson, 2.3.2010 kl. 12:33
Var að hlusta á hann Þráinn, maðurinn er greinilega mjög veikur. Allir þeir sem eru ekki sammála honum eru fábjánar. Ekkert skrítið að Hreyfingin taldi sig ekki geta unnið með honum.
Annan eins hrokka hef ég ekki orðið var við í langan tíma. Ég er víst fábjáni þar sem ég tel að listamenn þurfi ekki að lifa á ríkinu, ef þeir eru eitthvað góðir þá ættu þeir að geta selt list sína. Greyið Þráinn hann ætti að fara bara eitthvað annað en að búa með fábjánum á Íslandi.
http://bylgjan.visir.is/?PageID=1091&NewsID=4209Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 13:42
Skelfilegur hroki.
Karl (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 14:04
Sýnist kallinn vera búin að sýna og sanna að hann vermir botninn á þingi hvað andlegt atgervi varðar. Ef rétt eins og hann fullyrðir að 5% þjóðarinnar er fífl, þá eiga þau sinn fulltrúa á Alþingi.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.