Skoðanakönnun: Hrunverjar vilja ESB

Skoðanakönnun Capacent Gallup staðfestir að dæmigerður ESB-sinni sé karl á aldrinum 45-54 ára, býr í Reykjavík eða nágrenni og hefur 800 þús. kr eða meira í mánaðarlaun. Hér eru hrunverjarnir lifandi komnir og þeir hafa fundið sér málstað.

Almennt sýnir nýjasta Capacent könnunin veikari sannfæringu aðildarsinna en fullveldissinna. Í flokknum alfarið hlynntur aðild eru 9,4 prósent en í sama flokki fullveldissinna segjast 28,4 prósent alfarið andvíg aðild. 

Makráðugir hrunverjar vilja inn í Evrópusambandið til að fá fleiri tækifæri til þjóna lund sinni sem er að hætta eigum annarra. Hrunverjarnir fóru með atvinnulíf landsins á hausinn og núna vilja þeir veðsetja fullveldið.

Hér er samantekt á könnun Capacent.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið hlýtur þú að vera hamingjusamur í þínum svarthvíta heimi, Páll! Hvernig flokkar þú kvótaeigendur sem veðsettu þjóðareignina í bönkum erlendis . Eru þeir ekki hörðustu "fullveldissinnar"?

Ennnnnnn og aftur. Taktu þér nú tak, Páll!

Hörður Hinrik Arnarson (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband