Össur, Árni og vinstrikvótinn í Spron

Í Spron var pólitískt spillingarfyrirkomulag sem Össur Skarphéðinsson og Árni Þ. Sigurðsson nýttu sér til að græða stórfé. Fyrirkomulagið gekk út á að vinstriflokkarnir gömlu, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, áttu sæti í stjórn Spron og fengu rétt til að kaupa stofnbréf á hagstæðum kjörum.

Þannig tók Árni Þ. við af Sigurjóni Péturssyni leiðtoga Alþýðubandalagsins í Reykjavík sem átti sæti í stjórn Spron.

Sparisjóðir voru stofnaðir fyrir almenning á sínum tíma, ekki til að meintir málssvarar almennings mættu maka krókinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

í spron var pólitískt spillingarfyrirkomulag sem helstu toppar sjálfstæðisflokksins í borginni nýttu sér til að græða stórfé. ef þú nenntir að kynna þér listann um litlu stofnfjáreigendurna sem tóku til sín gróðann í "glugganum" 2007 sérðu að þetta eru nær allt innvígðir og innmúraðir flokksmenn sjálfstæðisflokksins. össur og árni voru ca. 2% af öllum þessum pólitísku gæðingum.

friðrik indriðason (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 21:12

2 identicon

Páll.

Auðvitað kemur þú ekkert á óvart þegar þú skrifar um andstæðinga !

JR (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 21:17

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Fyrir svo sem þremur áratugum var talað um samtryggingu stjórnmálaflokkanna á Íslandi. Mottóið var í anda villta vestursins: "If you scratch my back, I'll scratch yours"!

Ef það reynist satt sem haldið hefur verið fram og Friðrík Þór Guðmundsson dró fram í athugasemdum sínum um sölu utanríkisráðherra á hlut sínum í SPRON, þá fara orð Tryggva Gunnarssonar í rannsóknarnefnd hrunsins að fá samband við veruleikann. Hann hvatti til þess að menn veittu reiði sinni í jákvæðan farveg. Hvaða reiði spyr sá sem ekki veit?

Valdastéttin á Íslandi; eru það eigendur flokkanna fjögurra og afkomendur þeirra?

Flosi Kristjánsson, 4.2.2010 kl. 21:18

4 identicon

Þetta er hárrétt hjá JR.  Það gengur ekki að síðuhaldari gerir athugasemdir við skítamál tengdum Samfylkingunni og VG.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 01:24

5 identicon

Muna menn eftir Ögmundi Jónassyni tala um braskara í þinginu?

Nú hefur komið í ljós að Árni Þór, samflokksmaður Ögmundar og sérstakur málsvari öreiganna, lagðist einmitt í brask, verðbréfabrask og græddi milljónir.

Hvað segja VG nú?

Ætli Ögmundur taki málið upp á þingi? 

karl (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband